laugardagur, júní 29, 2002

Af hverju held ég með Þjóðverjum á morgun?

Ein ástæðan er vissulega að öll lið sem ég hélt eitthvað með hafa lokið keppni, nú síðast Tyrkir með stæl. En það virðast allir vera á móti Þjóðverjum - og eru þá helstu ástæðurnar nefndar að þeir virðist ekkert hafa gaman að þessu og að Brasilíumenn séu liðið sem sýni eitthvað ímyndunarafl. Í fyrsta lagi er það afskapleg grunnhyggni að telja að menn geti ekki glaðst þó þeir brosi ekki, geti verið glaðir þó það sjáist ekki augljóslega. En auðvitað hafa Brasilíumenn sýnt ímyndunarafl stundum í þessari keppni - en það sýnir ekki mikið ímyndunarafl að halda með Brasilíu.
You're a handsome devil, what's your name?

Nafnið er John Cusack, svalasti leikari samtímans. Hann á afmæli í dag, er 36 ára, og því ástæða til að hafa topp fimm lista að hætti Rob Gordons með ódauðlegum Cusack tilvitnunum.

"Joe, she's written 65 songs about you, and they're all about pain."

"She's gone. She gave me a pen. I gave her my heart, she gave me a pen."

"I got a question. If you guys know so much about women, how come you're here at like the Gas 'n' Sip on a Saturday night completely alone drinking beers with no women anywhere?"

"You probably got it all figured out, Corey. If you start out depressed everything's kind of a pleasant surprise."

Kickboxarinn Lloyd Dobler úr debút Cameron Crowe, Say Anything

"They all have husbands and wives and children and houses and dogs, and, you know, they've all made themselves a part of something and they can talk about what they do. What am I gonna say? "I killed the president of Paraguay with a fork. How've you been?""

"I was sitting there alone on prom night, in a goddamn rented tuxedo, and my whole life flashed before my eyes. And I realized finally, and for the first time, that I wanted to kill somebody. So I figured since I loved you so much, it'd be a good idea if I didn't see you anymore."

Leigumorðinginn Martin Q. Blank í Grosse Pointe Blank, settu Violent Femmes á fóninn og dansaðu

"Nobody's looking for a puppeteer in today's wintry economic climate."

Brúðustjórnandinn Craig Schwartz í Being John Malkovich

"How does an average guy like me become the number one lover man in his particular postal district?"

"Liking both Marvin Gaye and Art Garfunkel is like supporting both the Israelies and the Palestinians."

"What came first, the music or the misery? People worry about kids playing with guns, or watching violent videos, that some sort of culture of violence will take them over. Nobody worries about kids listening to thousands, literally thousands of songs about heartbreak, rejection, pain, misery and loss. Did I listen to pop music because I was miserable? Or was I miserable because I listened to pop music?"

"Sometimes I got so bored of trying to touch her breast that I would try to touch her between her legs. It was like trying to borrow a dollar, getting turned down, and asking for 50 grand instead."

Plötusalinn Rob Gordon í High Fidelity

Þetta er víst aðeins fleiri en fimm, en hver er að telja?

föstudagur, júní 28, 2002

Til hamingju!

16 að útskrifast með BA í bókmenntafræði og einn með MA. Ég held þetta sé örugglega heimsmet. Bókmenntafræðin er að komast í tísku aftur enda gefið út svo flott blað í henni. Þar á meðal Anna Þorsteins sem var með mér á fyrsta ári en ég hef ekki séð síðan. Merkilegt hvað ósýnilegt fólk getur verið duglegt. En ætli það sé ekki best að óska snillingunum Hákoni (sem varð svo mikið um að hann klippti sig) og Arnari Kubrick til hamingju ásamt Sölva ljóðskáldasafnara og Mörtu Finnlandsfara sem ég reikna með að hafi bæði verið fjarverandi eins og ég verð væntanlega. Verður þá ekki bara svona stórt tjald þar sem ég chatta við Palla Skúla í gegnum gervihnött?
Svo er merkilega mikið af skemmtilegu fólki að úr öðrum greinum þó ekki sé það í jafn miklum meirihluta og í literatúrnum. Þóra sjónvarpsstjarna og Gunni Védísar í guðfræðinni, Bjössi í enskunni, Villi naglbítur í heimspekinni, Inspector Mummi í líffræði, Kata Hauks í landafræði, Óli Magg í sálfræði, Ólöf í hjúkrun (Þorsteinn Jónsson fær heilmikla virðingu fyrir að vera eini karlmaðurinn í 73 manna hópi útskriftarnema úr þeirri deild) og Hulda Steingríms í viðskiptafræði. Þá var kommúnistinn Marinó dúx í viðskiptafræði????? og Laufey í rússneskunni! Mesta furða hvað ég þekki gáfað fólk ...
Þunglyndi er ættgengt

Í augnablikinu að minnsta kosti. Ástæðan er að íslensk erfðagreining er með rannsókn í gangi sem heitir "Rannsókn á erfðum þunglyndis og kvíða." Þar er fólk tekið í viðtal og svo er það beðið um að tilnefna ættingja til að sjá tengslin - þeir fá svo senda spurningalista sem leiða hugsanlega til viðtals. Ég var mjög jákvæður þegar ég heyrði að systir mín hefði tilnefnt mig enda gott málefni og allt það - mér leiðist þessi spéhræðsla (sjálfselska) íslendinga með gagnagrunninn þó sjálfsagt megi margt setja út á fjárhagshliðina hjá deCodurum. En þetta próf fer langt með að gera mann þunglyndan - þetta eru svo heimskulegar spurningar. Ég er betri sálfræðingur en þessir jólasveinar. Fólk verður bara þunglyndara eftir treatment hjá svona sálum - aðallega af því það fer í taugarnar á þeim að þeir virðist ekki hafa neina innsýn í sálarástand - fyrir utan að þeir virðast varla kunna íslensku. Svo er tekið fram að verið sé að spyrja um líðan síðustu viku - og mikið til samanburður miðað við næstu vikur á undan. Ég var í sumarfríi í síðustu viku og mæti núna í vinnu alla daga sem skýrir líklega þann mun sem kann að vera á skapinu í mér. Ætli sé arfgengt að fara í sumarfrí sjöunda til tuttugasta og þriðja júní?
Kamelljónið Kollý samstarfskona mín var að starta síðu þannig að ég fékk tækifæri að þykjast vera ógeðslega klár tölvunörd og kenna henni að linka. Ég heyri Óla hlæja sig máttlausan alla leið hingað. En síðasti dagurinn hennar er á morgun þannig að eitthvað verður hún að hafa til að dunda sér. Ég á alveg eftir að prófa að dunda mér í vinnunni með þessa síðu - er ansi hræddur um að það mundi fyllast af tuði um hvort það væri nú ekki að fara að koma matur. Sem minnir mig á ...

miðvikudagur, júní 26, 2002

Þessi rólyndis fjölskylda ...

Siggi frændi með enn eitt ævintýrið - hér er baksíðufréttin úr DV:

Fer á vélsleða út úr flugvél

Nýtt áhættuatriði verður framkvæmt um næstu helgi þegar maður keyrir á vélsleða út úr flugvél yfir Íslandi. Ökumaðurinn mun sitja á sleðanum í u.þ.b. 30 sekúndur eða sem svarar falli í 6.000–7.000 fet. Síðan opnast fallhlífar ökumannsins og sleðans og lenda þeir á sama stað ef allt gengur að óskum. Það verður Íslendingur sem stýrir sleðanum en aðstandendur uppákomunnar segja ekki tímabært að greina frá hvaða „ofurhetja“ muni eiga í hlut.

Þetta er í fyrsta skipti sem þessi tilraun verður framkvæmd í heiminum og er Sigurður Baldursson upphafsmaður tiltækisins. „Ég er búinn að vera með þessa hugmynd í kollinum í mörg ár,“ segir Sigurður.
Hann starfar hjá Motul.is sem er umboðsaðili Frontier Films á Íslandi. Þeir framleiða áhættuvélsleðamyndir og kviknaði áhugi þeirra strax á samstarfi þegar Sigurður skýrði þeim frá hugmyndinni. Tveir myndatökumenn, annar íslenskur og hinn amerískur, munu kvikmynda atriðið í frjálsu falli og er því ætlað að verða hápunktur nýrrar myndar sem kallast Cold Smoke 5. Hún verður að líkindum frumsýnd á Íslandi í haust að sögn Sigurðar.
Staðsetning atriðisins liggur ekki endanlega fyrir en þau mál munu skýrast á næstu dögum að sögn Sigurðar. Hann er enginn nýgræðingur í fallhlífarstökki, því hann hefur stokkið um 1800 sinnum við ýmsar kringumstæður.

-BÞ
Þar sem glóir og gneistar

Loks hefur kvennlegt innsæi fengið pláss hjá Gneistanum, Eygló er að búa sér til heimasíðu. Hún er í smíðum en mér finnst sérstaklega athyglisverð túlkun hennar á sjálfri sér í "Um mig". Þar er hennar innra sjálf túlkað með auðu blaði og óræðu klippiverki á rauðum fleti sem minnir mig ýmist á dauðar geimverur eða karmellur. Ef þið svo dekkið svæðið með músinni þá kemur nánari útlisting á stúlkunni - það þarf mús til að lokka hana fram á sviðið.
Manchester United States

(íþróttapistil sem jafnvel króníski antisportistinn Óli gæti haft gaman af)

Áður en einhver sakar mig um órökstuddan róg gagnvart íþróttastórveldinu Bandaríkjum Norður-Ameríku og enska landsliðsfyrirliðanum David Beckham skal ég standa fyrir máli mínu. Hvað Bandaríkin varðar þá mega þau mín vegna alveg vinna heimsmeistaratitla í íþróttum - bara ekki fótbolta. Ástæðan fyrir því er einfaldlega sú að þeir hafa hvorki neinn skilning á leiknum né þá að þeir beri neina virðingu fyrir honum - Það er líka algengt að Bandaríkjamönnum sé sama um hluti sem fólki annarsstaðar í heiminum þykja skipta máli. En þetta ristir jafnvel dýpra. Gefum einum upplýstum Bandaríkjamanni sem skrifar á salon.com, David Thompson, orðið:

Football does not take root in the U.S., so they say, and there are all the old reasons -- not enough goals, not enough opportunities for commercial breaks, an absence of melodramatic violence, too much stress on the mind. Well, maybe America can and will live with those crushing definitions of itself.

En Evrópubúar eru svosem ekki í mikið skárra standi. David Beckham er sönnun þess. Ég talaði áðan um að hann væri stærsta knattspyrnustjarna heims í dag - um það er líklega enginn vafi. En hann er fráleitt sá besti. Hann hefur jú afbragðssendingar en þess utan er hann aðallega sterkur í föstum leikatriðum, fyrirfram ákveðnum hlutum. En af hverju er hann vinsælasti knattspyrnumaður heims þegar mun færari menn eins og Zidane, Raúl, Totti, Henry* Giggs og Rivaldo svo fáeinir séu nefndir leika listir sínar fyrir ekki færri áhorfendur? Jú, hann á eiginkonu sem var einu sinni í þekktu tyggjókúlupoppgrúppu, hann á son sem er skýrður eftir frekar óspennandi hverfi í New York, hann telst sætur á mælikvarða fermingarstúlkna, hann var varla talandi á enska tungu en talar núna aðeins undir ströngu eftirliti fjölmargra sponsora sem hafa tamið stráksa það vel að viðtölin við hann hafa breyst úr því að vera hallærislega pínleg í að vera óendanlega leiðinleg því engan má móðga. Semsagt málhölt, vel tamin karlmannstískudrós í fermingarstúlkudraumi - getur Evrópa og þar með talið Ísland lifað með þessari skilgreiningu á sjálfri sér?

* Henry er einmitt alger andstæða Beckham í viðtölum, orðheppin og hugsandi, þó þau viðtöl fari ekki fram á móðurmálinu, hann hefur meira að segja innleitt hugtakið fox in the box inn í enska tungu þegar hann skilgreindi veikleika Arsenalsóknarinnar og sagði að sig vantaði rebba með sér. Aðrir Arsenalkempur eins og Tony Adams og Alan Smith hafa svo starfað sem pistlahöfundar, er nema von að við Nick Hornby höldum með þeim?
Hárnákvæm taktík

Ég held ég sé loksins búinn að komast að leyndardómnum um þessa furðulegu Heimsmeistarakeppni. Þökk sé óæskilegum áhrifum stærstu knattspyrnustjörnu heimsins í dag, David Beckham, þá er það ekki sparkhæfileikar sem skipta máli eins og í gamla daga heldur hárgreiðslan. Hvað leikmennina varðar þá borgar fáránleikinn sig, Clint Mathis fór og fékk sér forljóta Travis Bickle klippingu, skoraði strax og Kanahelvítin komust það langt að það hlýtur að teljast einn af helstu sköndulum knattspyrnusögunnar. Ronaldo er vart kominn í gang aftur en hann fær sér einhverja fáránlega derhúfuskyggnisklippingu og eftir að einn Tyrkinn varð fyrir óvæntu slysi í Japanskri raftækjabúð þá hafa þeir spilað eins og englar eftir rólega byrjun. Japanirnir hafa verið nokkuð töff með litadýrðina í fyrirrúmi en það hafði sig enginn þeirra sig út í að gera sig að fífli þannig að þökk sé áðurnefndu slysi eins Tyrkjans með japanska rakvél duttu þeir út tveim umferðum á undan meðgestgjöfum sínum. Þá má ekki gleyma þjálfurunum en um þá virðast gilda nokkuð önnur og jákvæðari lögmál. Rudi Völler virðist vera einn af örfáum mönnum í veraldarsögunni sem ber það vel að vera með sítt að aftan, kannski var þetta greiðsla sem alltaf var ætluð mönnum sem voru farnir að grána? Svo er það fransmaðurinn Bruno Metsu sem þjálfar Senegala, líklega það næsta sem fótboltaþjálfari hefur komist nálægt rokkara – á meðan stjórnar landi hans Roger Lemerre franska liðinu. En það að vera með hæfileikaríkasta lið keppninar dugar lítið þegar hugmyndasnauð hárgreiðslan skilar sér í álíka hugmyndasnauðri taktík sem veldur því að íslenskir íþróttafréttamenn kalla þig freðýsuna. Þjálfari Brassana virðist að vísu falla í sama flokk en þegar betur er að gáð þá er þetta útpælt Gene Hackman lúkk, gott ef hann er ekki búinn að ná augnaráðinu líka, og á hans aldri er það klassík sem ekki klikkar. Eins virðist mottan vera merkilega sterkt vopn á þessu móti, Rudi Völler kemur þá aftur upp í hugann og gæti mottan hans jafnvel gert þjóðverja algerlega ósigrandi í úrslitaleiknum. Svo er það Guus Hiddink sem hefur verið með mottu jafn lengi og elstu menn muna. Hún er að vísu fokin núna en það minnir aðeins á eineigða menn og guði í goðafræðinni sem geymdu augað annarsstaðar til að fylgjast með. Gott ef yfirvaraskeggið hangir ekki yfir dyrunum á búningsherberginu og blæs vandlega rökuðum Kóreubúunum eld í æðar. Svo er bara spurning hvort við látum ekki kyntröllið okkar í Berlín, Jolla, safna mottu og taka við liðinu. Hann ætti að geta lært öll trikkin í návígi við Völler …
Fyrir utan að ég er ekki alveg búinn að gera upp við mig ennþá hvað á heima á þessari síðu og hvað ekki - ritstjórnarstefnan hefur ekki verið fullmótuð. Best að klára hana áður en Fréttablaðið deyr. Úbbs, voru þetta dauðateygjurnar? Kemur Fréttablaðið á morgun? Ég hef vissulega samúð með blaðamönnunum - en það verður hátíðardagur fyrir íslenska fjölmiðla þegar þeir feðgar Eyjólfur og Sveinn Sveins og Eyjólfs synir hverfa af þeim markaði. Og ekki verður pistla atvinnulausa kvikmyndaleikstjórans Þráins Bertelssonar saknað, bitrasta húsmóðir sem vesturbærinn hefur nokkurn tímann séð. Þó vona ég að við eigum eftir að sjá meira til Bigga mausara og teiknimyndagúrús sem og Kristínar Helgu sem skrifaði bakþanka þegar við fengum frí frá Þráni. Það er fólk sem á miklu betra blað skilið.
Eftir langa bið ...

eða tilvistarkreppa þessarar síðu

Ég er búinn að komast að því að svona síða er náttúrulega bara fyrir atvinnuleysingja eða fólk í sumarfríi. Hvað á maður eiginlega að skrifa þegar maður er vinna? "Afgreiddi nokkuð margar bækur í dag, rólegt í kringum hádegið, engar kjötlokur til í mötuneytinu þannig að maturinn var frekar fátæklegur ..." Ég reikna með að ykkur sé byrjað að leiðast núna. Síðan ef maður eyðir öllum sínum tíma heima við tölvuna þá er varla mikið um að skrifa heldur - en annars hefur maður engan tíma til að skrifa. Svipað vandamál og hefur orðið til þess hve margar tilraunir til dagbókaskrifa hafa runnið út í sandinn, loksins þegar það er eitthvað um að skrifa þá hefur maður náttúrulega ekki tíma til þess. Diktafóndagbókin þegar ég fór á flakk gekk að vísu ágætlega, hef að vísu ekki enn komist í að vinna úr því. Best að fara í viðskiptafræði í nokkur ár, verða ríkur og ráða mér ritara. Þá reddast þetta.

mánudagur, júní 24, 2002

Lífið er hverfult og það sem verra er, sumarfríið mitt er að verða búið. Vinna á morgun, eiginlega er ég búinn að kvíða því síðustu tvo daga eða svo þannig að líklega verður bara léttir að mæta í vinnuna og geta byrjað að hlakka til að klukkan verði fimm - svo ekki sé minnst á föstudagana! Fæ ég ekki örugglega Pollýönnuverðlaun ársins fyrir þessa rökhyggju? Svo er lokaþáttur Survivor á morgun. Ég skýt á að Kathy vinni með því að vinna síðastu þrautina - ef hún hefur vit á að taka Nelee með sér í úrslitin. Þú vilt ekki vera að keppa við dómarann þegar þú stendur frammi fyrir dómsstólnum ...
Hef verið að leika mér að því að setja tengingar inn hérna fyrir neðan þannig að líkurnar á að villast alvarlega hérna inni hafa aukist stórlega. Farið þangað sem músin leiðir ykkur ....

laugardagur, júní 22, 2002

Ef við værum 65 milljónir ...

Fyrir ellefu árum var Arnór Guðjohnsen kominn á lokasprettinn með landsliðinu en hafði nú samt lítið fyrir því að skora fjögur mörk gegn Tyrkjum í 5-1 sigri. Núna eru Tyrkir komnir í undanúrslit á HM á meðan við sitjum uppi með Atla. Hvað klikkaði? Annars var ég að bursta Óla nokkrum sinnum í körfubolta í dag, efast svosum um að hann komist í undanúrslit á neinu heimsmeistaramóti á næstunni. En samt, S-Kórea og Tyrkland í úrslitaleik? Fyrir áratug hefði það þótt alveg jafn líklegt og að við Óli hefðum verið að spila þessa leiki á æfingu hjá LA Lakers. Verst þetta með aldurinn ...
About a Boy í gær og skjögraði ekki út úr bíóinu í annarlegu ástandi á eftir, hún var sem sagt ekki jafn góð og bókin. Tek fram að þó ég sé í bókmenntafræði þá aðhyllist ég ekki þá trúarkenningu að myndin sé alltaf betri en bókin enda séð mörg dæmi hins gagnstæða, ég til dæmis kláraði 200 síður af 400 af Schindler's List og hætti af því hún var engann veginn að grípa mig. En að öllum útúrdúrum slepptum þá náði bók Hornby virkilega að grípa mig og hrista mig rækilega til þannig að ég var í annarlegu ástandi næstu daga á eftir. Náði alveg innað kviku ... Myndin er samt mjög fín, sérstaklega framan af. Grant neglir rulluna algerlega, strákurinn er fínn en það er bara ekki nóg í þessari rullu - hér þurfti stórleikara og þeir koma ekki fram í hópi ófermdra pilta nema á áratugsfresti, Osment síðast og Christian Bale (87) næst á undan. Fór með Auði, við kíktum á Vínið á eftir, maður nennir ekki að bíða að eilífu eftir að sumir komist. Ósköp rólegt og búið nógu snemma til að ég kæmist í strætó heim, það er orðið langt síðan ærlegt fyllerí hefur farið fram hér í borg. Veit ekki hvort það stendur til bóta.

föstudagur, júní 21, 2002

Beikon og bolti?

En ástæðan fyrir að ég er á fótum á þessum óguðlega tíma? Jú, England - Brasilía. Ég held mig við að England vinni - en það sem einkennir þessi lið er að eftir heilmikið vesen þau fjögur ár sem hafa liðið frá síðustu HM eru þau loksins kominn með rétta þjálfara. Big Phil, Luis Felipe Scolari ef þið eruð smámunasöm, byrjaði á að berja vörnina í þá, síðan leyfði hann þeim að sækja. Að vísu ræður þar nokkru að múrbrjóturinn þeirra - Emerson - fór sömu leið og Roy Keane þó í hans tilfelli væri um meiðsli að ræða og það var einfaldlega enginn nógu góður í hans stöðu til að koma inn. Þannig að í staðinn hefur sóknarmiðjumaðurinn Juninho byrjað - en spurningin er hvort þeir hafi gleymt því sem Stóri Phil kenndi þeim um varnarleik. Ýmislegt sem bendir til þess, auk þess sem ég er ekki viss um að það sé nógu góður balans í brasilísku sókninni. Hefði ekki verið snjallara að hafa einn þýskan Brassa, Elber eða Amoruso, með Ronaldo uppi? Gaman að sjá hann koma svona vel upp eftir meiðsli, hann var aldrei í uppáhaldi þegar hann var á hátindinum hér um árið, en maður saknar svona leikmanna þegar þá vantar. Rivaldo er svo þeirra besti maður, en samt spurning hvort hann ráði úrslitum. Þá er það England, með ungt lið en vörnin hefur staðist prófið og manni finnst þeir ennþá eiga Owen inni. Ekki alveg sáttur við Heskey þarna uppi með honum, litli og stóri senterinn er ofnotuð klisja þó hún virki stundum. Væri ekki spurning um að kvelja Brassavörnina almennilega með því að setja Fowler inn? Annars held ég að þó ég telji enska liðið vera einmitt rétta liðið til að slá Brassana út þá verði lítil breidd á miðjunni þeim að falli - en þó varla fyrr en í sjálfum úrslitaleiknum, þar sem sigurvegarans í dag bíður spútnikliðið úr Senegal - Tyrkland. Spútnikar drífa aðeins ákveðna vegalengd, undanúrslit á HM er með því lengsta og úrslitaleikurinn er of langsótt. Kynnarnir raunar að minnast á að öll þrjú skiptin sem Brassarnir hafi mætt Englandi í HM hafi þeir unnið titilinn, en samkvæmt sömu bókum hefði sigurliðið í leik Dana og Frakka átt að fara alla leið eins og í EM 84, 92 og 2000 og HM 98. En nóg af röfli, boltinn er að fara að rúlla og best að fara að hita beikonið. Fjandinn annars að hafa ekki beikon núna, væri skemmtilega táknrænt. Best að muna eftir því í undanúrslitunum.
Hér með er klukkan kominn í lag. Azoreyjar svo ekki sé minnst á Cape Verde virkar betur en Greenwich yfir sumartímann, merkilegt að þeir séu ekki með lönd (eða land?) sem ekki nota sumartíma inná þessu ... Muna svo að skipta yfir á Greenwich í vetur ...
Tvö stúdentapartí og eitt brúðkaup

Jú, jú, ég er orðinn gamall sem á grönum má sjá. Var um síðastliðna helgi í 5 ára stúdentsafmæli. Upprifjunin hófst í partíi hjá Tomma þar sem rjóminn af útskriftarárgangi Menntaskólans á Akureyri árið 1997, 4 bekkur G, var staddur. Eftir að hafa rifjað aðeins upp undanfarin 5 ár og drekkt uppsöfnuðum þorsta þeirra ára þá fór þetta á trúnaðarskeiðið þegar opnaður var geisladiskur sem poppstjarnan svartklædda Jónsi og bekkjarfélagi okkar hafði sent okkur. Þar fengum við loks skilið hvað texti lagsins "Nakinn" snýst um. "Tommi vinur minn er að halda partí norðan heiða, þetta lag er fyrir þig Tommi minn ...". Og svo var hann nakinn eins og hann, já, saklausar sturtuferðir Menntaskólaleikfiminnar fá á sig nýjan blæ í kjölfarið. Gott að ég var latur að mæta í sund ... Eftir þetta allt saman þá var mér pakkað inní sængina í morgunsárið, hent í aftursætið og keyrt með mig suður aftur enda átti að fara að gifta Silju Rut frænku og Bjarna Ara. Sönghæfileikarnir leyna sér ekki í ættinni - og jú, hann Bjarni stóð sig barasta ágætlega líka strákurinn. Afskaplega fallegt allt saman en annars var þetta eggjaeitthvað í uppáhaldi í veislunni. Eftir hatramma vítaspyrnukeppni var svo brunað í bæinn þar sem annar í útskriftarafmæli fór fram, formlegheitin pínulítið þrúgandi framan af - enda er maður dottinn aðeins úr takti við Menntaskólastemmninguna - en þetta var allt á uppleið eftir það, smá tjútt og svo áttum við strákarnir nokkrir afskaplega fallegt móment seinna um kvöldið ... En ef þið viljið vita meira um þessa afar vönduðu árgerð kíkið þið þá hingað

fimmtudagur, júní 20, 2002

Póstur

Ég er víst búinn að nöldra nóg í Óla yfir að hafa hent nöldurhorninu út eftir að ég dirfðist að nöldra þar. Ég er ekki enn búinn að komast að hvort ég get búið til slíkt horn eða þá gestabók eða jafnvel bara eitthvað @ - merki sem snýst í kring og hægt er að senda mér póst á. En þangað til, þá er netfangið mitt

ati@hi.is

ef þú telur þig hafa orðið fyrir alvarlegum meiðyrðum hér á þessari síðu - nú eða ef þú vilt bara segja eitthvað fallegt.
Kraftaverkin gerast enn

Gneistinn loksins kominn með vinnu, þó fyrr hefði verið. Fariði endilega í (ritskoðað fyrirtæki) í (ritskoðað götuheiti) og kaupið ykkur (ritskoðað vöruheiti) og látið hann vinna fyrir kaupinu sínu. Þetta verður líklega frekar erfitt í framkvæmd eftir að hann bað mig að vera ekkert að taka fram hvar hann inni. Hræddur við að aðdáendurnir streymi að þannig að ekki verði vinnufriður. Nú, eða bara þá að Hannes og framfarasinnarnir komi og kvabbi. Síðan er náttúrulega löggan alltaf að taka ljósmyndir af honum núna og þar af leiðandi mun ég halda vinnustöðum og heimilshögum hans algerlega utan þessarar síðu þó ég verði beittur svæsnustu pyntingaraðferðum Kínaveldis.
Annars talaði hann furðuvel um þessa síðu hérna - ég bjóst við einhverju miklu verra. "Ég held ég hafi verið að skapa skrýmsli" - það er varla hægt að fá betri krítík, a.m.k. ef hún kemur úr þessari átt. En hann er vonandi búinn með þennan mótmælapakka sinn í bili, ég held að allir hafi verið búnir að fá nóg af upplýsingum um hvar löggugreyin lögðu bílunum sínum. Spurning hvort maður komi ekki Starranum upp á lag með þetta, hundleiðinlegt að hafa bara Óla til að nuða í. Já, og best að koma því að að Starri lýsir yfir ævarandi ást sinni á Jodie Foster og Nicolas Cage. Nú, ef hann vill eitthvað mótmæla því verður hann náttúrulega að setja upp vettvang til þess. Annars held ég að það sé nú bara alvara í þessu með hann og Jodie ...
Jæja, svefninn laðar eftir glæsilega frumraun mína í vefhönnun. Svona verður sem sagt síðan þangað til að ég verð kominn inn á háskólasvæðið - og kannski þetta verði nú bara notað sem dagbók þar samt. Væri gaman að geta skipt þessu í flokka og svona, þá gæti til dæmis Óli skoðað þetta án þess að eiga á hættu að lesa um fótbolta nema honum hreinlega skrikaði hönd á músinni. Þó ég gruni hann svosem um að vera laumufótboltafan, hann er örugglega búinn að vera með Sýn í allan vetur - það er líka grunsamlegt hversu snemma hann hefur farið að sofa undanfarið ... Sjáum til, Gambrinn er vonandi kominn til að vera.
Ásgeir Yfirtölvunörd

Ég fann í template hvernig maður breytir þessum bölvaða bakgrunn og þar af leiðandi er hægt að lesa færslurnar án þess að mitt ágæta nafn og klukkan er ekki alltof áberandi, það er þarna sem er svo sem allt í lagi á meðan það er fyrir utan textann. En ég fattaði eitthvað sem Gneistinn fattaði ekki. Hver er tölvunördinn núna?
Fever Pitch or just anti-climax?

Var ég ekki búinn að lofa smáfótboltapistli? Nenni ekki að rakka antisportistann Óla í mig strax en best að spá aðeins fyrir HM. Ekki það að það hafi gengið vel hingað til, ég taldi eins og fleiri Argentínu og Frakkland langsterkustu liðin, helst að Ítalía og Spánn ættu séns í þau.

Suður-Kórea - Spánn

Þannig að ég hef bara Spán eftir og spái þeim þar af leiðandi sigri gegn Suður-Kóreu - sem ég tel samt nógu sterka til að vinna öll önnur lið þarna.

England - Brasilía

Bæði tvö gróflega ofmetin. England komist þetta á leiðindavarnarbolta og því hve andstæðingarnir hafa hlegið mikið af hárgreiðslunni hans Beckham - kannski hafa þeir heyrt hann tala líka! Svo hefur Brasilía ekki fengið sérlega sterka andstæðinga utan Tyrkjanna sem þeir unnu fyrir grís, sambaboltinn er mýta sem gæti hugsanlega átt stoð í raunveruleikanum þegar ég var í núllbekk (1982) en síðan hefur þetta mestmegnis verið hnoð og einstaka móment frá Rivaldo. En mig grunar að Tjallinn hafi þetta og í kjölfarið fari menn að velta fyrir sér hvort það sé ekki hægt að innlima Svíaríki inní breska heimsveldið svo það sé nú hægt að aðla karlugluna Eriksson. Eða gera hann barasta að breta. Sir Sean George Ericsson. Hljómar eins og farsímastofnandi.

Þýskaland - Bandaríkin

Þýskarinn hefur verið heppinn með andstæðinga eftir að riðlakeppninni lauk. Það er náttúrulega þegar orðinn ósigur fyrir fótboltann að land sem veit ekki hvað íþróttin heitir sé komið þetta langt. Þýska stálið stoppar þessa vitleysu.

Tyrkland - Senegal

Skondið að annaðhvort þessara liða eigi eftir að komast í undanúrslit - og sögulegt. Tyrkland er nógu mikil Asíuþjóð þó hálfevrópsk sé til að geta - eins og Senegal - orðið fyrsta landið utan Evrópu og Ameríku til að komast í undanúrslit HM. Ég segi Senegal en hefði viljað sjá Japani þarna.

Þá erum við kominn með undanúrslitin, aðeins eitt lið af fjórum sem gæti talist til sterkustu liða heims, hin aðallega heppin að fæstir risarnir voru almennilega vaknaðir í riðlakeppnninni. Óvænt úrslit eru góð upp að vissu marki en þetta er bara orðið farsakennt - og verður til þess að það er hæpið að það verði nein epísk orusta hérna. Svo eru líka allir leiðinlegu risarnir með - Þýskaland, England og Brasilía - sem hafa hjakkast þetta og gætu vel unnið þetta núna því að þeir risar sem spila almennilegan bolta - Frakkland, Holland, Portúgal og Ítalía (það getur verið unun að horfa á þá þegar þeir eru í ham, hvað sem allri gúmmívörn líður) voru eitthvað timbruð í byrjun. Nema Spánn, þar er enn von.

England - Senegal - hlægilegt að annaðhvort þessara komist í úrslitin. England væntanlega, Senegal mundi vinna sömu rimmu í fjórðungsúrslitum en hér frjósa þeir.

Þýskaland - Spánn. Þjóðverjar eru með sinn besta þjálfara síðan Beckenbauer og fínan mann í Ballack á miðjunni og Klose í sókninni. En það er enginn með viti með Klose frammi, Ballack sá eini skapandi á miðjunni og allir meiddir í vörninni. Spánn tekur þetta og England létt, mega þakka sínum sæla að fá ekkert alvöru lið í keppninni þar sem þau eru öll úr leik. Það var annað í síðustu EM þegar Frakkland, Holland og Ítalía voru öll í undanúrslitum. En það væri vissulega gaman ef Spánn bjargaði mótinu - og ekki verra ef Gaizka Mendieta spilar sig inn í byrjunarliðið.
Var einmitt að sjá annan galla við klukkuna sem birtist. Það er að vísu rigning í alvörunni en ég gæti ekki logið því af því ef einhver á ennþá minna líf en ég gæti hann tékkað á málinu upp á veðurstofu. Þannig að ég get ekki byrjað færslur með ritstýflubrjótinum fræga um rigninguna og dimma kvöldið - nema ég bæti "einu sinni" framan við.
Er ekki alveg sáttur við lúkkið á síðunni, vona að Gneistinn vakni snemma - eða sofni seint - og bjargi þessari vitleysu. Það er ekki ég sem skrifa nafnið mitt á undan og eftir hverri færslu. Eins hef ég ekki tekið upp þann leiða sið útvarpsmanna að þurfa endalaust að tönglast á því hvað klukkan er. Hef takmarkaðan áhuga á að fólk sé endalaust að senda póst og kvarta hve seint ég fer að sofa. Þó skal taka fram að þessi klukka er klukkutíma vitlaus - þeir reikna með sumartíma á Íslandi. En hér er bara rigning.
Þetta var það sem mín kynslóð ólst upp við (við þykjumst hafa alist upp á Star Wars en við erum aðeins of ung til að ná því æði almennilega)

Gráskallaballaða:

"For a timeless age the castle stood -- unbending power ... source of good!
Skeletor broke down the tower! Skeletor had stole the power!
For thirty years the evil reign -- until, at last, the champion!
Without friends' aid, alone this hour ... he had the will ... but not the power!
Until the castle, from deep within -- brought forth its power to aid him!
The only chance to save the land -- a hero's noble, final stand --
Power costs, and some might say ... it's only stone that passed away
Yet, who can say if a castle cried -- upon the night that Grayskull died!!"
Þið hafið kannski heyrt af honum, séð hann sparka í íþróttamenn og áhorfendur, barist gegn ógnarvaldi íslenskra sem og kínverskra stjórnvalda, dásamað tónlist og Woody Allen, haldið útí útibúum fyrir Queen og , traðkað á lýðræðinu - hvert fór lesendahornið? - og birt okkur ógleymanlegar tilvitnanir daglega. En eftir að hafa drukkið gambrann í þig er spurning hvort að þú þorir hingað inn því
hér býr Gneistinn ógurlegi
Kvenréttindadeginum er lokið, best að helga 20 júní þessari gullfallegu (bráðum) heimasíðu sem er að fæðast