mánudagur, júní 24, 2002

Lífið er hverfult og það sem verra er, sumarfríið mitt er að verða búið. Vinna á morgun, eiginlega er ég búinn að kvíða því síðustu tvo daga eða svo þannig að líklega verður bara léttir að mæta í vinnuna og geta byrjað að hlakka til að klukkan verði fimm - svo ekki sé minnst á föstudagana! Fæ ég ekki örugglega Pollýönnuverðlaun ársins fyrir þessa rökhyggju? Svo er lokaþáttur Survivor á morgun. Ég skýt á að Kathy vinni með því að vinna síðastu þrautina - ef hún hefur vit á að taka Nelee með sér í úrslitin. Þú vilt ekki vera að keppa við dómarann þegar þú stendur frammi fyrir dómsstólnum ...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home