föstudagur, ágúst 30, 2002

Gambrinn hefur verið fáorður undanfarna daga enda enginn stórtíðindi gerst í veraldarsögunni nýlega og því ekki ástæða til að styðja fingri á lyklaborð. Þó voru síðustu tveir vinnudagar forvitnilegir, fortíðin ásótti mig í dag og það var bara gaman og í gær fór maður vart niðrí kjallara án þess að verið væri að segja tröllasögur, lygasögur eða hetjusögur - þá sjaldan gafst frí frá fylleríssögum. Best var þó Eysteinn tíu ára á mannhæðarháu stultunum sínum hlaupandi uppi rollur. Annars þakka ég bara Rannveigu kærlega fyrir matinn.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home