fimmtudagur, ágúst 15, 2002

In the land of the blind, the one-eyed man is king!

Kíktum á Minority Report, virkilega góð en ég var samt ekki sáttur. Eitt mikilvægt atriði var ekki rétt. En best að eyðileggja ekki fyrir neinum, Krúsi ágætur en Max von Sydow glæsilegur sem og fleiri aukahlutverk - og stelpurnar bak við okkur héldu greinilega ekki vatni yfir Íranum Colin Farrell. Mitt í afar áhrifamiklu atriði heyrist bak við mig "gvööð, hvað hann er með falleg augu". Það var upptaka af morði í bakgrunninum en þær voru ekki að láta smáatriðin trufla sig ...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home