laugardagur, september 21, 2002

Já, það er kominn hasar í meistarabaráttuna þegar borgarfulltrúar eru að lýsa yfir stuðningi sínum við lið á miðopnu Moggans. Eins og Dagur vona ég að Fylkir taki þetta, aðallega af því mér finnst þeir eiga það inni - þeir hafa í raun verið besta fótboltalið á Íslandi síðustu 3 árin þó vissulega hafi sigurinn í undanúrslitunum verið skandall. Svo væri ágætt ef Keflvíkingar féllu með Þórsurum svo Ágústa Framari haldi gleði sinni. Annars er ég bara að fara að glápa, eitthvað gáfulegt kemur hér vonandi seinna í dag

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home