fimmtudagur, september 12, 2002

KA - Fylkir

Það var bara eitt lið á vellinum mestallan leikinn í Laugardalnum í kvöld. Vissulega vann það lið ekki. Þannig að við fáum Fram-Fylki í úrslitum, sem þýðir að Framarar verða í þeirri sérstæðu stöðu á sunnudaginn að geta fallið og tryggt sér Evrópusæti um leið. En ég tók gleði mína vissulega aftur þegar heim kom og sá að Man U tapaði heima fyrir Bolton - aftur. Þannig að Arsenal er á toppnum nú þegar - og athugum að þeir byrja oftast rólega. Það er semsagt réttlæti í heiminum þó ekki sé það komið hingað á Íslandsstrendur enn

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home