föstudagur, nóvember 01, 2002

Þar sem ég mætti nýrakaður og almennt óvenju fínn í gær þá var ástæða til að hressa aðeins upp á útlitið á þessari síðu. Fá jarðlitina inn, voru ekki allir orðnir þunglyndir af þessum svarta bakgrunni? Mér fannst hann svosem alltílagi, það var aðallega diskókúlan bak við sem fór í taugarnar á mér þó hún sæist ekkert mjög vel. Svo var undirfyrirsögnin asnalega falinn langt niðri, ég samdi nýja sem á öllu betur við the present situation en hún virðist týnd. Auðvitað þýddi þetta allt að kommentakerfið fór í klessu, sem var synd út af því það var nokkuð líflegt þar í gær. Eygló fletti ofan af mér – en nú hef ég náttúrulega snúið á hana á móti – og við Kollý vorum komin langt með að fletta ofan af póstkortamorðingjanum ógurlega. En hann var þó eftir allt saman aðeins leiksoppur Bill Gates eins og vænta mátti sem við rétt náðum að stoppa frá því að ná algjörum heimsyfirráðum. Svo var Starri svo elskulegur að bjóðast til að senda mér öll póstkortin sem allir vinir hans hafa verið að senda honum – Búnaðarbankinn, Skattstjórinn, Stúdentagarðar, Lífeyrissjóðirnir, Hagkaup og hvað þeir heita nú allir þessir félagar hans. Ég verð nú samt að afþakka, ég veit hvað honum þykir vænt um þetta. Það er samt eins gott fyrir hann að senda kort – annars borða ég bara súkkulaðið sjálfur!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home