föstudagur, desember 06, 2002

Blómarósin Elk er endanlega að brjálast. Hún sakaði mig einhverntímann um að skrifa löng ímeil – núna skrifar hún reglulega tölvupóst sem er 15 A4 síður. En nú veit ég allt um litháískan landbúnað og djammsögurnar hennar eru litríkari en svo að ég fari að hafa þær hér eftir. En þetta er að komast í skáldsögulengd, spurning um að tala við Kristján á Forlaginu? Nei, best að fara á einhverja almennilega útgáfu með þetta frekar. Annars er ég að fara að ímeila útlendingunum mínum, kominn tími til.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home