fimmtudagur, desember 05, 2002

Hmm, kannski ætti ég að passa mig á því að vera að slúðra svona steypu. Einhverntímann í sumar þá var ég að blogga um bekkjarpartí fyrir stúdentsafmælið mitt í júní þar sem Jónsi komst ekki í sökum spilamennsku með svartklæddu mafíunni sinni en sendi þess í stað disk af uptöku á Gauknum með laginu Nakinn. „Og ég tileinka þetta lag Tomma vini mínum sem er að halda partí á Akureyri” minnir mig að kynningin hafi verið fyrir framan æsta aðdáendur sunnan heiða. Eitthvað minntist ég á hérna á það að þarna hefði ég loksins skilið merkingu lagsins og ég ýmsar aðrar vafasamar útleggingar voru samdar þetta góða kvöld út frá “laginu hans Tomma” og hafa örugglega ratað annað en á þessa síðu. Síðan er sjálfur popppunkts doktorinn að pósta þær fréttir að eitthvað lið sé sannfært um að Jónsi sé hommi! Sem sannar í rauninni eingöngu eitt, allar ósannar kjaftasögur eiga uppruna sinn í húmorslausu fólki. Það er alltaf einhver húmorslaus sem tekur djókinn alvarlega. Eða stundum bara fattlaus, svo ég sé nú sanngjarn. Eins og til dæmis stúlka nokkur sem vann með mér norðan heiða fyrir mörgum árum og er vafalítið sannfærð um að ég sé löngu farinn yfir móðuna miklu sökum alnæmissmits. Ég var að fara í læknisskoðun út af endurnýjun ökuskírteinis sem maður þarf víst að gera þegar maður er 19 ára en afbrigðilegur húmor viðkomandi vinnustaðar leyfði ekki svo sakleysislegar skýringar.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home