fimmtudagur, febrúar 27, 2003

Þegar ég var að horfa á auglýsingatöfluna (hálfan meter frá) í Aðalbyggingunni rétt áðan þá duttu skyndilega tvær auglýsingar niður. Ég vissi alltaf að ég hefði yfirnáttúrulega hæfileika. Verst að þetta er allt í undirmeðvitundinni og ég hef þar af leiðandi enga stjórn á þessu. Ef einhver hefur reynslu í að þjálfa ofurhetjur vinsamlegast hafi samband, annars er aldrei að vita hvaða óskunda ég geri óvart næst.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home