þriðjudagur, febrúar 11, 2003

Kíktum á Celtic Cross og Alþjóðahúsið um helgina. Á Celtic Cross sem er venjulega mjög fínn staður voru háværustu Ameríkanar sem ég hef séð – and that’s saying something. Stemmningin var aftur á móti fín í Alþjóðahúsinu, þar var hávaðinn í tónlistinni en ekki skrækróma miðríkjaskvettu. Bjórúrvalið leit að vísu ekki vel út þegar ég leit á kranana, Tuborg og Gull, en síðan sá ég gamlan félaga kúrast undir borði. Jú, fyrsti barinn á Íslandi sem ég hef fundið með Nastro Azzuro. Sýndist vera athyglisverður japanskur bjór þarna í kælinum líka, þannig að það er ástæða til þess að panta bjór í flösku á Alþjóðahúsinu – og það er heldur ekki hlutfallslega dýrara eins og á mörgum öðrum stöðum. Ef ykkur leiðist getið þið svo alltaf æft ykkur í arabískunni!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home