mánudagur, apríl 28, 2003

Í jafnréttisumræðunni undanfarið er oft bent á það að konur séu orðnar í meirihluta í Háskólanum. Kannski er það góðs viti, kannski er það vísir að því að launamunur á milli kynjanna verði í framtíðinni öfugur við það sem nú er. En athugum aðeins betur stöðu fólks með háskólamenntun á Íslandi. Er það fólk almennt að fá laun í samræmi við menntun hérna á Íslandi? Nei - það eru vissulega einhver örfá prósent í einhverjum kjarasamningum en ekki nema dropi í hafið miðað við alla vinnuna og fjárfestinguna sem liggur að baki. Athugum að þetta fólk þarf að borga aftur námslán plús það að það hefur orðið af tekjum í x mörg ár til þess að verða hæfari starfskraftar í framtíðinni. Það mætti líklega færa rök fyrir því að háskólanemar séu orðinn einskonar láglaunastétt hérlendis. Það hefur einmitt fylgt flestöllum kvennastéttum að vera láglaunastéttir. Tilviljun?

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home