mánudagur, júní 23, 2003

Gamla lögregluhrukkudýrið var með mjög sniðugar hugmyndir í Kastljósinu. Nú er löggan farin að fjarlægja fólk sem vekur einhverju öðru fólki urg og óróa. Með öðrum orðum getur maður nú alltaf kallað á lögguna og beðið hana að fjarlægja allt fólk sem fer eitthvað í taugarnar á manni. Næst þegar maður fer á knæpu tekur maður náttúrulega löggu með sér til að rýma staðinn af leiðinlegu fólki. Ég er samt ekki alveg að átta mig á af hverju þeir gleymdu að fjarlægja Davíð líka. Væntanlega haft eitthvað með burðarþol að gera.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home