föstudagur, júní 20, 2003

Stundum eru góðu hlutirnir slæmir, góðu fréttirnar vonbrigði og lífið hættulega ölvað af síminnkandi væntingum sem drepa draumana hægt og rólega þangað til að einn góðan dag saknarðu þeirra og finnur þá loks einhversstaðar týnda á milli strengjana í skrokknum, ógreiddra skulda og ógerðra hluta. Selur þá svo sem hlutabréf í framtíðinni á meðan þú lifir núið af. En núið kemur alltaf aftur, hættir aldrei og framtíð og fortíð hverfa áður en þær verða.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home