mánudagur, júlí 28, 2003

Skemmtilegt þetta blað hjá verðandi 1. deildarstórveldi Fram. Eitt skil ég samt ekki, gátu þeir ekki fundið sér skárri stuðningsmenn til að hampa? Egill Helga, Gunnar Smári og Mörður (nefndir sem dæmi um KR-inga) eru vissulega ekki nærri jafn töff og þeir sjálfir halda - en þeir eru þó ólíkt meira spennandi en mömmustrákarnir Fram-megin; Hreimur, Gísli Marteinn og hæfileikalausi Einarinn ... og Alfreð Þorsteins? Ég neita að trúa öðru en að slíkir menn geti verið neitt annað en Valsarar.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home