fimmtudagur, mars 18, 2004

Deja vu

Sofnaði eftir vinnu í gær og vaknaði klukkan sex og var viss um að ég hefði sofið yfir mig. Vaknaði svo aftur klukkan sex í morgun, ennþá sannfærðari um að ég hefði sofið yfir mig. En sem betur fer gerðist það ekki enda hefði það valdið ævarandi sorg hjá 503 hópnum mínum.

Annars er ljóst að RÚV er aldrei þessu vant að sinna menningarhlutverki sínu þessa helgi - bæði Donnie Darko og High Fidelity. Svo ekki sé minnst á "Epplabollugengið enn á ferð" sem ég held að hljóti að fá þýðingarverðlaun ársins. Svo voru nemendur mínir að tjá mér að He-Man sé sýndur á Stöð 2 á sunnudagsmorgnum. Besta ástæða sem ég hef heyrt lengi til þess að fara snemma á fætur um helgar ...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home