fimmtudagur, maí 27, 2004

Ísskápur og þvottavél óskast!

Hef hér með yfirgefið Krókinn, dálítið sérstakir lokadagar af ýmsum ástæðum en hvað um það, Akureyri í nokkra daga og svo flyt ég loks inn á Öldugötunni eftir helgi. Ef einhvern langar að losna við ísskáp eða þvottavél þá má alveg láta vita á asgeir@fnv.is. Hmm, er þetta ekki loksins orðin alvöru fjölmiðill þegar maður er farinn að fá auglýsingatekjur. Best að borga sjálfum mér fimmþúsund kall næst þegar ég kem við í hraðbanka :)

mánudagur, maí 24, 2004

Í kjölfar þess að ríkisstjórnin samþykkti fjölmiðlafrumvarpið þá hringdi ég í Félagsvísindadeild HÍ til þess að staðfesta að ég ætla að fara í Blaða- og fréttamennsku í haust. Afskaplega viðeigandi að gera það daginn sem líkur á atvinnumöguleikum að loknu námi hrapa. Synd samt að stjórnarandstaðan horfi ekki meira á Survivor, gátu þeir ekki haft vit á að fá einn yfir og sannfæra Jónínu Bjartmarz að segja nei? Áttar þetta lið í D og B sig ekki á því að með því að spila ekki með sínu liði þá hefðu þeir kannski átt vísa reiði Davíðs en á móti kæmi að þeir hefðu að eilífu verið stimplaðir töffarar - og það er nú ansi sjaldgæf vegsemd í stjórnmálum nú til dags. En gerir forsetaómyndin eitthvað í þessu? Hef óttalega litla trú á því - en lofa því að kjósa hann ef hann kvittar ekki fyrir þessum lögum. Annars hugsa ég að ég kjósi skeggjaða kallinn bara af því maður myndi skammast sín minnst fyrir hann.
Survivor All-Stars

xvi

Úrslitaþátturinn búin, tvímælalaust algjör klassík. Mikil biturð, smá rómantík og ágætis spenna. Vibbinn fékk stelpuna og milluna, ég treysti því að Eygló hafi rétt fyrir sér í því að það hafi verið klóka stúlkan sem fékk bæði – og hafi svo vit á að sparka Rob við fyrsta tækifæri. Enginn af síðustu 3 áttu skilið að vinna – og raunar fáir aðrir fyrst þau höfðu ekki vit á að taka Rob eða Amber út tímanlega. En frábær móment í uppgjörinu, yndisleg Heart of Darkness móment hjá Lex og Kathy auk töffaraskapsins hjá Big Tom, vissulega var hárrétt athugað hjá Shi-Ann að Lex henti steinum úr glerhúsi en það breytir því ekki að ræðan var frábær. Bónorðið fyrir talningu svo skemmtilegt Hollywood-móment, sérstaklega þegar það má alltaf spyrja sig hvort þetta hafi ekki bara verið kaupsamningur allan tímann? Jafn illa og mér er við Rob neyðist ég nú samt til þess að viðurkenna að líklega var hann að meina þetta. Er samt að reyna að átta mig á hvenær í ósköpunum Rob og Lex urðu svona góðir vinir, enda ekki úr sömu seríu og aldrei í sama tribe, ætli það sé einhver Sörvævorklúbbur þar sem þeir hittast og fá sér bjór á lendaskýlunni?

sunnudagur, maí 23, 2004

Merkileg þessi hefð fólks að nota þau fáu tækifæri sem ég skrópa á mannfagnaði til þess að skandalísera. Því til viðbótar hef ég fregnir að því að fólk sé líka farið að taka upp á því að tala vel um mig að mér fjarstöddum. Að lokum ein samviskuspurning: vegur sú staðreynd að Ólafshús býður upp á besta bjór á landinu (Nastro Azzuro vitanlega) upp á móti þeirri staðreynd að þeir hleypa manninum sem samdi "Eitt lag enn" inn með hljómborð? Fyrir utan allt vafasama liðið af briddsmótinu - en nýstúdentar björguðu þó kvöldinu, að ógleymdum samkennurunum náttúrulega þó úthaldsleysi gerði vart við sig hjá sumum stórleikurum ...

föstudagur, maí 21, 2004

Föstudagslagið

Föstudagslag allra föstudagslaga, sumarið að koma, sumarfrí ... ég er ennþá að reyna að skilja hugtakið ... nú fer að verða ljúft að vera kennari :) ... og munið, Grosse Pointe Blank rúlar!

Blister In The Sun - Violent Femmes


When I'm out walking I strut my stuff yeah I'm so strung out
I'm high as a kite I just might stop to check you out
let me go on like I blister in the sun
let me go on big hands I know your the one
body and beats I stain my sheets I don't even know why
my girlfriend she's at the end she is starting to cry
let me go on like I blister in the sun
let me go on big hands I know your the one...


miðvikudagur, maí 19, 2004

Búin að vera vakandi í einhverja 40 tíma að klára að fara yfir próf og reikna saman einkunnir, viðeigandi að eiga smá loka brjálæði - en nú er ég, fyrir utan eitthvað snatt, kominn í sumarfrí!!! Langt og gott sumarfrí vel að merkja þar sem allt er opið ennþá. Einstaklega fegin - en verð samt óttalega sorgmæddur þegar ég fer heim og rölti um galtóma vistina ... jamm, maður er strax farinn að sakna litlu brjálæðinganna smá ... en núna, sofa, þarf að vakna í kennarapartí klukkan átta í kvöld ;)

mánudagur, maí 17, 2004

Survivor All-Stars

xv

Miðvikudagskvöld, er að stilla myndbandstækið, er ekki helvítis Letterman að byrja og kynnisgerpið tilkynnir að gestir hans verði meðal annars sigurvegari Survivor All-Stars ... - þannig að það er aðallega spenna hjá mér hver lendir í öðru, þriðja og fjórða sæti, já og hver þessi pör (önnur en þetta augljósa) eru sem Auður var að tala um. Colby og Ethan held ég einu karldýrin sem ég man ekki betur en að séu á lausu (framhjáhald vissulega ágætis möguleiki en yrði líklega forðað frá beinni útsendingu) en sé nú hvorugan fyrir mér með Shi Ann eða Jennu - og þeir voru aldrei í flokki með Aliciu. Eða hélt kannski Lex fram hjá með Jerri rétt áður en hann stakk hana í bakið? Þetta er engan vegin að ganga upp, líklega hafa þær bara allar haldið við Big Tom og viðurkenna það loks í kvöld. En ég persónulega kýs hér með David Letterman út - og Leno bölvaðan líka fyrst ég er að þessu ...

þriðjudagur, maí 11, 2004

Þriðjudagsbíó

A Civil Action á RÚV um helgina, sá hana síðast þegar ég “gleymdi” að fara út eftir American History X í Háskólabíó. Sú var töluverð vonbrigði man ég, óttalega einfeldingsleg oft í boðskap sínum um að rasismi væri vondur, en A Civil Action kom á óvart. Ég bjóst við einhverju þunglamalegu réttardrama – sem er að vísu ekki fjarri lagi, but not in a bad way!

Þess ber að minnast að myndin er gerð þegar Travolta var ennþá heitur, merkilegt hvernig honum hefur tekist aftur – eftir nokkrar fínar myndir eftir Pulpinn – að verða hámark hallærislegheitanna aftur.

En málið sem lögfræðingurinn Jan Schlictmann (Travolta) á að leysa kviknar verður svo sem aldrei neitt ógurlega spennandi og maður fær ósköp takmarka samúð með fórnarlömbunum. Einmitt þetta var það sem margir fundu að myndinni – en málið er einfaldlega að þetta er ekki það sem höfundum myndarinnar er mest umhugað um. “Aumingja-veiku-börnin-og-fjölskyldur-þeirra” var ágætlega tekið fyrir í Erin Brockovich, en málið hér er einmitt keimlíkt, risafyrirtækli eru grunuð um stórfelld mengunarhryðjuverk sem hafa gert heilu hverfin af pestarbælum hvíttblæðis og fleiri bölvalda.

En A Civil Action er þó miklu meira um lögfræðingana sjálfa – og það hvernig leikreglur mannana, brauðstritið og fjölskyldulífið breyta göfugustu hugsjónum í sjálfskaparvíti. Það hvernig líf lögfræðinganna fer í vaskinn út af því þeir halda áfram að berjast í máli sem þeir vita að þeir geta ekki unnið er það sem er átakanlegt í þessari mynd. Hugsjónir kosta nefnilega oftast peninga, á einn veg eða annan. Þær geta kostað það að þú þarf að vanrækja hluti sem þú hefur þó engan rétt til þess að vanrækja, fjölskyldu eða vini til dæmis. Sálin er dýru verði keypt.

Verð svo að lokum að minnast á hvað persóna Anne Anderson (Kathleen Quinlan) fór mikið í taugarnar á mér. Sjálfhverft fórnarlamb í hæsta gæðaflokki, hneykslast á því að lögfræðingarnir beri saman (að hennar mati nota bene) hennar harmleik og þeirra en athugar ekki að þeirra ógæfa – sem vissulega er minni – er komin til vegna þess að þeir voru að reyna að hjálpa öðrum, henni þar á meðal, á meðan hennar harmur er eingöngu fyrir kaldhæðni örlaganna – og gerir hana ekki sjálfkrafa að göfugri manneskju, eftir ákveðin tíma þá hætta allir að vorkenna fólki sem vorkennir sér svona óendanlega mikið sjálft.

mánudagur, maí 10, 2004

Survivor All-Stars

xiv

Fimm eftir, Big Tom á næsta númer á plankann. Ef hann vinnur friðhelgi þá yrði það Rupert. Nema að þeir félagar taki hausinn upp úr sandinum og fái Jennu til þess að kjósa Rob eða Amber í burtu. Þeir gætu vissulega líka reynt að fá parið með sér í að kjósa Jennu út en málið er einfaldlega það að þú vilt ekki fá samlokur eins og Rob & Amber með þér í Final Four. Er sammála Shi-Ann í því að eins og stendur er Amber langsigurstranglegust. Ef parið yrði tekið út er hins vegar illmögulegt að segja hver á eftir að vinna. Shi-Ann setti náttúrulega ákveðið skotmark á höfuð kynsystra sinna, benti á að Amber væri sigurstranglegust og að Jenna nöldraði manna mest. En það sem stendur eftir er að núna eru einu mennirnir eftir þess virði að halda með tveir feitir og sveittir kallar. Róbinson Krúsó er væntanlega að velta sér í gröfinni í augnablikinu.

föstudagur, maí 07, 2004

Föstudagslagið

Hugleiðingarnar um The Quiet American minntu mig á þetta lag með verðandi Íslandsvin, er almennt ekkert ógurlega spenntur fyrir manneskjunni en þetta er flott lag.

My Vietnam – Pink

Daddy was a soldier he taught me about freedom
Peace and all the great things that we take
advantage of
Once I fed the homeless, I'll never forget
I look upon thier faces as I treated them with
respect
And

This is my Vietnam
I'm at war
Life keeps on dropping bombs
And I keep score

Momma was a lunitic, she liked to push my buttons

She said I wasn't good enough, but I guess I
wasn't trying
Never like school that much, they tried to teach
me better
But I just wasn't hearing it because I thought I
was already pretty clever
And

This is my Vietnam
I'm at war
They keeps on dropping bombs
And I keep score

This is my Vietnam
I'm at war
They keep on dropping bombs
And I keep score

What do you expect from me?
What am I not giving you?
What could I do for you to make me OK in your
eyes?

This is my Vietnam
I'm at war
They keep on dropping bombs
And I keep score

This is my Vietnam
I'm at war
Life keeps on dropping bombs
And I keep score

This is my Vietnam
This is my Vietnam

fimmtudagur, maí 06, 2004

Ég hef litlu dýrin sterklega grunuð um að hafa loksins fundið síðuna. Þar með hefst ritskoðun fyrst af fullri alvöru. Og ég sem ætlaði að fara að sálgreina nokkra nemendur hérna út frá ritgerðunum þeirra, well, það verður þá bara bundið við kennarastofuna eins og venjulega. Þessi sálgreiningaraðferð er náttúrulega í sífeldri þróun, áður en yfir líkur þá vonast ég til þess að geta sálgreint fólk út frá einstökum stafsetningarvillum. En í dag eru enskuprófin - bara gaman að því, þau eru svo sæt þegar þau einbeita sér ...

þriðjudagur, maí 04, 2004

Þriðjudagsbíó

They say you come to Vietnam and you understand a lot in a few minutes. The rest has got to be lived. The smell is the first thing that hits you, promising everything – in exchange for your soul. And the heat ... your shirt is straight away a rag. You can hardly remember your name and what you came to escape from. But at night, there is a breeze, the river is beautiful, You could be forgiven for thinking there’s no war, that the gunshots were fireworks, that only pleasure matters, a pipe of opium or the touch of a girl that might tell you she loved you.

Brot úr mónólóg Thomas Fowler (Michael Caine) í The Quiet American

Prag var – og er – mitt Víetnam. Maður fékk þessa tilfinningu í magann fyrst þegar maður kom þarna á Evrópuflakki vorið ’98 – eitthvað í andrúmsloftinu, ekki lykt beinlínis, en eitthvað sem maður þekkir svo vel, óefnd loforð, sálin dreifð um heiminn, ástæða fararinnar er löngu horfin og eftir stendur aðeins óljós þrá sem er stundum líkari fíkn, ég er bara ekki nógu laginn við að gleyma, ég tími aldrei sálinni allri – og hvað það sem ég var að flýja breytir því ekki að ég flý þetta aldrei. Því heimurinn verður ekki umflúin nema að búa sér til hring utan um veröld sína – einu sinni var minn hringur til, Heiðarlundurinn, Vanabyggðin seinna – en nú eru hringirnir orðnir of margir til þess að hægt sé að sameina þá í einn. En þessi orð segja í raun allt sem segja þarf um ferðalög, alvöru ferðalög, ekki ósvipað því sem sá mikli snillingur Erik Roraback var vanur að segja: “Sá sem fer til Kína í viku skrifar skáldsögu, sá sem stoppar í mánuð skrifar smásögu, sá sem dvelur þar í hálfan mánuð skrifar ljóð og sá sem er í ár skrifar ekki neitt.”

En spurning um að hætta þessu ranti og minnast aðeins á ræmuna sem var uppspretta rantsins, þessi ástarþríhyrningur lífsreynda blaðamannsins Thomas Fowler (Caine sem er ekki í neinu sérstöku uppáhaldi en er fantagóður hér), þögla Ameríkanans Alden Pyle (Brendan Fraser að gera það sem hann gerir best, leika mann sem virðist sakleysið og góðmennskan uppmáluð þangað til annað kemur í ljós, sbr. Gods and Monsters) og Phuong. Persóna Phuong er máski veiki hlekkur myndarinnar, falleg en fær ósköp lítið að gera. En hún skiptir þó heilmiklu máli, hennar staða er eins og Pyle er svo andstyggilegur að benda Fowler á – ósköp svipuð stöðu Víetnam þegar þarna er komið sögu. En myndin gerist á sjötta áratugnum, er byggð á skáldsögu Graham Greene frá sama tíma sem reynst hefur merkilega mikil spásögn um stríðsbrölt Bandaríkjamanna í Víetnam áratug seinna. Ef Kanarnir hefðu bara getað haldið áfram að vera þöglir ... ef þeir gætu bara þagnað núna.

mánudagur, maí 03, 2004

Survivor All-Stars

xiii

Shi-Ann lifði af síðast – heppin að það var keppni sem snérist fyrst og fremst um ákveðni, þar er sá aðili sem þarf mest á friðhelgi að halda alltaf sigurstranglegastur. En hún skoraði vissulega prik með fagnaðarlátunum, kannski ekki það skynsamlegasta en það var nú varla skynsamlegt hjá hinum að frysta hana svona algerlega úti, satt best að segja finnst mér engin vera að spila sérstaklega skynsamlega í augnablikinu. Nema helst Amber, hún verður aldrei rekin á undan Rob nema hann verði með friðhelgi og hefur þar nokkuð örrugan mann með sér. Ég treysti því allavega að hún sé að spila með hann. Ég fór eiginlega að halda með Aliciu eftir að grautarhausarnir þarna töldu hana síst eiga skilið að vinna – dettur þessu liði virkilega í hug að Jenna eða Rob gætu verið verðugir sigurvegarar – en bakkaði eiginlega með það þegar hún fór að dissa Shi-Ann.
En það er nokkuð ljóst hvernig goggunarröðin er núna, eiginlega allt of ljóst þannig að nú fara að fara af stað einhverjar þreyfingar. Big Tom veit að hann fer næst á eftir Shi-Ann þannig að það er spurning um að þau taki sig saman og komi vitinu fyrir Rupert sem augljóslega er fjórði maður og virðist blessunarlega hafa áttað sig á hve Jenna er óþolandi miðað við trailerinn. Þetta gæti raunar verið síðasti séns til þess að stoppa skötuhjúin – sem er stórmerkilegt að þau hafi ekki haft vit á að gera ennþá – áður en það verða bara fimm eftir og ólíklegt að Jenna verði fengin yfir. Amber mætti svo sem alveg vinna ef það væri ekki fyrir þann möguleika að Rob fengi einhvern hluta af því.