fimmtudagur, maí 06, 2004

Ég hef litlu dýrin sterklega grunuð um að hafa loksins fundið síðuna. Þar með hefst ritskoðun fyrst af fullri alvöru. Og ég sem ætlaði að fara að sálgreina nokkra nemendur hérna út frá ritgerðunum þeirra, well, það verður þá bara bundið við kennarastofuna eins og venjulega. Þessi sálgreiningaraðferð er náttúrulega í sífeldri þróun, áður en yfir líkur þá vonast ég til þess að geta sálgreint fólk út frá einstökum stafsetningarvillum. En í dag eru enskuprófin - bara gaman að því, þau eru svo sæt þegar þau einbeita sér ...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home