föstudagur, júní 11, 2004

Ítalía - C - riðill

Eitt sigurstranglegasta lið mótsins. Markverðirnir frábærir eins og venjulega, segir allt að hetja liðsins frá síðustu EM, Fransesco Toldo, er á bekknum þrátt fyrir að ferillinn hafi ef eitthvað er verið á uppleið síðan þá. En Buffon er í sama klassa og hefur traust Trappatoni. Þá er miðvarðarparið, fyrirliðinn Cannovaro og Nesta, það besta í keppninni án nokkurs vafa. En þó er vörnin ekki jafn sterk og áður eftir að Paolo Maldini hætti, þeir hafa marga ágætis bakverði en engan í ótvíræðum heimsklassa. Þá er miðjan að sumu leiti spurningamerki, bestu miðjumennirnir, Milanmennirnir Gennaro Gattuso og Andrea Pirlo, virðast ekki passa inní leikskipulag Trap gamla og Cristiano Zanetti þykir mér ofmetinn leikmaður. En hann er þó líklegur til að byrja ásamt Simone Perrotta og Mauro Camoranesi sem báðir hafa átt slök tímabil í Serie A. En miðjan þarf þó ekki að koma mörgum skikkanlegum sendingum nálægt teig andstæðinganna miðað við mannskapinn í framlínunni. Christian Vieri, feginn að fá frí frá rifrildum sínum hjá Inter, og Alessandro Del Piero með Francesco Totti á hátindi ferilsins fyrir aftan sig, með undrabarnið Antonio Cassano á bekknum. Tel mistök að taka ekki Filippo Inzaghi með en það kemur varla til með að breyta miklu. En ef miðjan verður skikkanleg þá þurfa Ítalir ekki að hafa áhyggjur, mennirnir fremst og aftast eru yfirburðamenn og líklega mun leikaðferð Trap ganga út á það að fá sem mest út úr þessum styrkleikum. Að lokum rétt að benda á það er eingöngu leiðitöm þjóðsaga að Ítalir spili leiðinlegan fótbolta.

Spá: Vinna riðilinn og stoppa á sama stað og síðast – gegn Frökkum í úrslitaleiknum.

Lykilmenn: Nesta heldur vörninni saman á meðan Totti og Vieri sjá um að skora.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home