föstudagur, mars 11, 2005

Nýtenglar

Hinni árlegu tenglatiltekt er lokið, að vísu innan við hálft ár síðan ég tók til síðast þannig að það er ástæða til að hafa áhyggjur af ofvirkni í þessum efnum.

Annars snýst þessi tenglatiltekt vissulega aðallega um að rusla til, bæta nýju fólki inn, enda hef ég sjaldnast hjarta í mér til að henda einhverjum út þó viðkomandi hafi máski ekki bloggað í nokkra mánuði. Gæðin, fólk, gæðin!

Aðalástæðurnar voru náttúrulega að ég þurfti að bæta við öllu fallega fólkinu af H-listanum, svo ekki sé minnst á devilishly handsome gaurinn sem átti sviðið á síðustu útskrift þar sem hann útskrifaðist með hvorki meira né minna en MA í bókmenntafræði. Lesið allt um ævintýri Roalds hér, þar á meðal ekki-kossinn-ógurlega. Þekki orðið samt mest fólk sem var að útskrifast sem Masterar, eru þetta ellimerki? Svo var rauðhærði djöfullinn Sibbi loksins að klára BA í bókmenntafræði eftir áralanga baráttu við Ameríska brjálæðinginn hans Brett Easton Ellis.

Þá er fólk loksins farinn að uppgötva bloggið í útlöndum, snillingurinn Jim þykist vera að skrifa bók en er aðallega að skrifa hérna. Jim er vel að merkja enskukennari, skeitari og fjölmiðlunarfræðingur auk þess að vera fyrrum drykkjufélagi á Radegast-pöbbnum mánudaga og miðvikudaga eftir tékkneskutíma ásamt Charlie og Elk, auk þess sem Cat, tyrkinn Serdar og skrýtni Svíinn komu stundum með. Svo er Jim líka hetjan mín, það stendur nefnilega á einhverri löngu týndri servíettu.

Fyrir utan þetta allt henti ég Hjartahlýja manninum, Einari Erni, Pullu og Dúddu inn fyrst maður er alltaf að lesa þau þó ég kunni ósköp lítil deili á þeim. En þegar ég fór að skoða þetta þá sé ég að ég er með 84 manns þarna inni, þar af þekki ég 57 mismikið, 10 sem ég þekki of lítið til að kunna við að setja þá inní fyrri töluna og svo 17 sem ég þekki ekkert. Tölfræðinördisma þar með lokið, en þetta gæti náttúrulega verið góð ástæða til þess að skoða Six Degrees of Seperation betur. Linkur á prívatblogg Harrison Ford því væntanlegur innan tíðar.

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Sæll ásgeir! Vala og Hrund hér! Fyrrverandi nemendur þínir við FNV. Rákumst hér inn fyrir einskæra tilviljun. Okkar langaði bara að þakka fyrir síðast og segja þér að enskukennslu þinnar er sárt saknað meðal samnemenda okkar. Kær kveðja frá Sauðárkróki!

10:42 f.h.  
Blogger Ásgeir said...

Sælar, alltaf gaman að fá heimsóknir frá Króknum. Þið vitið að ég sakna ykkar líka, hérna glósar aldrei neinn það sem ég segi :( Vona að ég nái að kíkja aðeins á Krókinn áður en veturinn er allur. Bestu kveðjur úr borginni,

Ásgeir

7:57 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home