fimmtudagur, júní 23, 2005

At My Most Beautiful

Er að taka til þessa dagana, tek stuttar tarnir í einu. Þarf nefnilega alltaf að skoða svo mikið í leiðinni, rifja upp. Núna eru það minnisbækurnar. Þær eru eitthvað takmarkað skipulagðar þannig að maður veit aldrei hvaða ár er fyrr en eftir að hafa lesið eitthvað smáræði. Oftast er maður þó úti, hérna heima eru minnisbækurnar alltof fastar í vasanum.

Michael Stipe hummar undir At My Most Beautiful. Hvenær var ég mest ég? Eða öllu heldur; hvenær náði ég sjálfum mér best í minnisbækur? Og er ég að leita að sjálfum mér eða einhverjum sem ég þykist vera eða vil vera? Samkvæmt minnisbókunum eru helstu einkennin blankheit, þessi útlenski einmanaleiki og biðin eftir að lífið byrji. Svo eru náttúrulega góður skammtur af aulabröndurum, heimilisföngum sem ég þurfti eitt sinn að finna og lestaráætlanir svo ég gæti nú örugglega rétt misst af lestunum. Það er algjör óþarfi að vera hálftíma of seinn þegar maður getur verið mínútu of seinn.

Nightswimming tekur við. Það er einmitt það sem vantar í þetta sumar. Að nóttin verði óútreiknanleg.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home