fimmtudagur, júlí 21, 2005

Bratislava 2

Söngkonan í djassbandinu sem lék á kaffihúsinu í Laurovski ulica tók sig mjög vel út í appelsínugulu pilsi og þvi til viðbótar var gengilbeinan i appelsínugulum buxum. Ekki má gleyma því að farsímafyrirtækið sem birtist á skjánum mínum núna heitir Orange þannig að það er alveg augljóst að Bratislavabúar eru æstir stuðningsmenn H-listans. Elli var strax settur í það að redda þeim öllum skólavist fyrir næsta skólaár.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home