þriðjudagur, júlí 19, 2005

Praha 5

Svarið við getraun helgarinnar var auðvitað sígauninn sem vann nýjasta tékkneska idolið, Eddie fann mynd af honum til að setja í kommentin fyrir neðan síðustu færslu. Ég hef staðfestar heimildir fyrir því að allar tólf ára stelpur hérna séu ástfangnar af honum. En idoldiskurinn var semsagt númer tíu á topp tíu listanum hérna, ég ákvað að hlusta eitthvað á allar tíu í plötubúð hérna rétt hjá og velja eina - og það eina sem virkaði spennandi var þessi diskur með Ivu Fruhlingovu. Tékknesk stelpa sem syngur aðallega á frönsku en þó e-r lög á tékknesku og ensku. Ég skil vel fólk sem getur ekki ákveðið sig í svona hlutum. Og eitt af því fáa sem er meira sexí en falleg tékknesk stelpa er falleg tékknesk stelpa að syngja á frönsku.

Annars eru þetta síðustu klukkutímarnir í Prag í bili, örstutt stopp i Brno næst og svo Slóvakía.

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Ég bíð spenntur eftir næsta kafla. Ég reyni að setja mig í þín spor í dagdraumum mínum þar sem ég sit fastur í bláa stólnum.

3:31 e.h.  
Blogger Siggi said...

Ég treysti því að þú verðir kominn aftur á Klakann fyrir verslunarmannahelgina. Ég fæ all svaðalega langt frí þá.

9:39 f.h.  
Blogger Guggan said...

Hva...hvarta gera í Prag? Öfund.

4:36 e.h.  
Blogger Ásgeir said...

Hvada verslunarmannahelgi? Tad kannast engin vid svoleidis herna. Heyrdi ad visu fregnir af einhverju tjaldpartii i Makedoniu

4:16 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home