laugardagur, ágúst 13, 2005

Búkarest 8

Það er lélegur djókur að ég hafi þurft að hanga í Búkarest í sex nætur en bara náð einni í Brasov, borg sem hefur um það bil allt fram yfir Búkarest. Ástæðan var túlkavandræði. Túlkurinn minn í Búdapest var búinn að benda mér á stelpu hér sem ég hringdi í frá Pest en náði svo ómögulega í þegar ég kom til Rúmeníu. Þá bauðst Stefan, eiginmaður hosteleigandans, til að fara með mér - en hann hafði unnið sem túlkur í Kanada. Hann komst samt ekki í þetta fyrr en á þriðjudeginum. Við náðum ágætum viðtölum á caravansvæði rétt utan við Búkarest, á grænmetismarkaði í borginni og í gettói hinum megin við járnbrautarstöðina. Gallin var að viðtölin voru mestöll á rúmensku (ekki þýdd jafnóðum semsagt eins og í Búdapest) - þannig að í raun var ljóst að það þyrfti að transcriba viðtölin líka. Ég talaði við hann á miðvikudeginum um hvenær hann kæmist í það, hann bjóst við að geta klárað það fyrir morgundaginn þannig að ég ákvað að skreppa í dagsferð til Brasov á meðan frekar en að húka í Búkarest og læt þvottinn minn í hendur Debbie á meðan.

Síðan kem ég aftur til Búkarest á fimmtudagskvöldið, hvorki Stefan né Debbie heima, þannig að ég bý mig undir að þurfa að redda öllu saman snemma um morguninn, vona að Stepan se búinn að skrifa þetta upp og Debbie sé búin með þvottinn minn. Þau koma svo heim þegar ég er um það bil að sofna, um eittleitið – og í ljós kemur að Stepan er búin að eiga vonlausan dag og komst ekki í þetta. Ég að fara til Úkraínu í fyrramálið þannig að við semjum um að hann sendi mér þetta annað hvort í pósti eða ímeili og í staðinn fyrir greiðslu þá gefi ég honum upptokutækið mitt. Þessu öllu til viðbótar var þvotturinn auðvitað ekki til, átti eftir að þurka hann. Hann fékk að vera útá snúrum í fimm klukkutíma – en svo var lestin til Úkraínu strax kl. hálfátta um morguninn.

2 Comments:

Blogger Siggi said...

Uhh, ætlaði Stepan að "taka" þig? Hljómar svolítið kinky.

11:18 e.h.  
Blogger Ásgeir said...

best ad umorda tetta fyrir vidkvaemar salir ...

1:52 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home