miðvikudagur, ágúst 21, 2002
Hvaða vitleysa er þetta hérna með 10 ára starfsmenn í afgreiðslustörfum? Þó vissulega séu nú skemmd epli allstaðar. Ég held ég hafi nú heldur betur haldið sjoppurekstri Skautafélags Akureyrar uppi um það leyti. Eða kannski var ég orðinn ellefu ára? Að minnsta kosti voru kassahæfileikar mínir mun þróaðri en nú til dags af því að á þessum árum reiknaði ég allt í huganum og klikkaði aldrei enda var þetta á þeim árum sem ég fékk tíu í öllum stærfðræðiprófum. Svo datt ég á hausinn og þeir fóru allt í einu að tala um einhverja algebru ... Líklega hefur stráksinn umræddi í Bókhlöðunni verið fimmtán ára en bara unglegur miðað við aldur ...
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home