mánudagur, apríl 28, 2003

Langt síðan ég hef horft á Silfrið að einhverju viti. Gaman að sjá hann loksins fá beib úr röðum stjórnmálafræðinga. (Þó vissulega finnist mér Svanur alltof svoldið sætur líka enda með skemmtilegri kúnnum í Bóksölunni) Gott ef hún var ekki með norðlenskan framburð líka. Svo hef ég sjaldan séð neitt jafn persónulegt og LÍÚ-gaurinn og Frjálslynda frambjóðandann. Framan af virtist þetta vera um málefni en svo kom náttúrulega í ljós að þeir einfaldlega hötuðu hvorn annan. Sem er vissulega prýðilegt sjónvarpsefni.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home