miðvikudagur, júlí 09, 2003

Terminators & old crushes

Við Starri förum orðið varla í bíó nema fyrir a.m.k. tvær myndir í einu. Síðast Matrix 1+2, núna Terminator 2+3. Saknaði vissulega eitt samt en rassinn á mér hefur varla saknað hennar. Maður var vissulega skeptískur þegar kom í ljós að hvorki Cameron, Hamilton, Furlong eða Fiedel yrðu með í 3 en merkilegt nokk er hún alveg í sama klassa. Þó engin komi náttúrulega í stað tónsnillingsins Brad Fiedel en á móti kemur að hún er mun fyndnari en hinar tvær - fyrri klukkutímann að minnsta kosti. Svo þarf víst að fara að reyna að bjarga heiminum og það þykir væntanlega frekar alvarlegt. Mostow skilar góðri keyrslu og Nick Stahl (sem ólíkt Edward Furlong virðist ekki hafa lent í rugli við að verða barnastjarna) er mjög traustur. Svo er náttúrulega Claire Danes - ef þetta hefði verið fyrir áratug þegar T2 kom út hefði ég sjálfsagt ekki haft hugann við mikið annað - núna er það alveg marktækt þegar ég segi að hún leiki þetta ágætlega. Smá pæling samt með 2 - hefðu þeir ekki þurft að klippa út alla terrorista-rómantíkina í henni núna?

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home