miðvikudagur, október 01, 2003

Workaholic ... eða er það teachaholic? Anyways, búinn að kenna eins og vitleysingur, afleysingar og ves, 145 % vinna - og það er verulega vanreiknað hjá hæstvirtum menntamálayfirvöldum, sérstaklega þegar maður er að fara í gegnum prógrammið í fyrsta sinn. Hef það samt fínt, bara ekki tími til að blogga (enda síðan líklega orðin ein sú óvirkasta í netheimum næst á eftir þessari gullfallegu síðu - Marvin, þú reddar þessu) né eiga líf. Enda líf ofmetinn óþarfi þegar maður getur unnið. Ókei, ég er byrjaður að hugsa um sumarfríið langa :) - it has some perks ...
Þó er bráðnauðsynlegt að taka það fram að þýskukennarinn gaf mér límmiða með Goethe að spjalla við Leningrad Cowboys - ef það er ekki tilefni frumspekilegs bloggs þá veit ég ekki hvað er það. Ég er eiginlega að hugsa um að ráða Goethe kallinn í afleysingar við að skrifa á þessa síðu í vetur, hann hefur skrifað svo afskaplega lítið upp á síðkastið og er farinn að klæja í fingurnar, sérstaklega út af því sumir eru farnir að saka hann um að vera gamaldags og halda að hann geti bara skrifað á þýsku ...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home