Jólakeðjusagan í ár er rituð af ónefndum kennurum við ónefndan framhaldsskóla og er náttúrulega samhengislaus og ölvuð eftir því. En eftirtaldar reglur voru hafðir í heiðri við samningu sögunnar:
Reglur:
1. Skrifa 1-3 línur hver
2. Sögupersóna úr einu af eftirfarandi verður að koma fyrir:
a. Dýrin í Hálsaskógi
b. Kardimommubærinn
c. Grettissaga
d. Njála
e. Prúðuleikararnir
... að öðru leyti var hvaða ósómi sem er leyfilegur. Er mál manna að önnur eins mót heimsbókmennta hafi sjaldan átt sér stað.
Sagan endalausa
Tekið var að hvessa þegar Ásgeir og fleiri kennarar komu saman til jólahlaðborðs. Tunglið óð í skýjum og ræningjarnir svipuðust um eftir Soffíu frænku.
... ekki sáu þeir Soffíu en hins vegar Hérastubb bakara sem var að tala um afa sinn ...
Þá birtist skyndilega Mikki refur með Soffíu í fanginu en hún var ansi fáklædd ...
Bangsapabbi las reglur skógarins. Fyrsta grein: Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir. En Gunnar og Sámur voru ekki ánægðir með lögin. Bangsapabbi áminti Gunnar og Sám.
Hver býr í þessari svínastíu? spyr Soffía frænka.
Dvel ég í draumaheim og dagana lofa, kennararnir drekka nú dilla sér og ....
Birtist nú allt í einu Svínka með Kermit í eftirdragi. Hvað er um að vera hér?
Er verið að baka piparkökur? Mikki refur sagði ....
Héraðsstubbur færði Soffíu frænku jólabaksturinn þar sem hún hafði ekki tíma til þeirra hluta þar sem hún stundaði veiðiþjófnað alla daga. Hann vantaði rjúpur í matinn fyrir jólin handa Kasperi, Jesperi og Jónatani.
Hvar er Gunnar á Hlíðarenda? spurði Svínka. Mig langar til að dansa við hann.
Gunnar á Hlíðarenda er að eltast við Soffíu frænku, svaraði Kermit. Gunnar þolir ekki veiðiþjófa.
“Og þó ég elski þig ekki fannst mér svínakjötið sem Eiður eldaði í kvöld alveg ágætt,” sagði Kermit svo smjattandi við Svínku.
Og sífrandi kennarar á sultarlaunum tóku til matar síns eins og um síðustu kvöldmáltíðina væri að ræða. Kjarabætur felast ekki í þöndum maga heldur feitum starfslokasamningum – æ, hafið þá ekki hvetjandi fram í andlátið, borgið frekar vel fyrir það að hætta fyrir elliglöp.
Mikki mús sagði: “Nú er komið nóg.”
Ég er farinn í frí til frænda minna í Drangey þarf ég allavega nóg að borða án þess að nöldrandi mær en Hallgerður brást hin versta við og sagðist ekki nein hornkerling vera. “Sýndu nú hetjuskap þinn, Gunnar á Hlíðarenda.” Víkur nú sögunni að Bastían bæjarfógeta sem var í miðri kosningabaráttu í Kardimommubæ.
Hún var drengur góður en ekki er gott að eiga þræl fyrir vin. Eldklerkurinn fór á kostum þetta kvöld því kertum ringdi ofan á hyskið eins og ís í tunnu, kenndi hann hnyðjunni jólin aftur því hann hafði ýmugust á henni. Rak hnyðjuna aftur að landi og heldur nær stiganum en áður. Fór á sama veg.
Það er alveg sama Soffía frænka segir, ég ætla samt á hátíðina á morgun.
Kardimommubærinn er frægur, Soffía er víst að strippa í kvöld, en hvað með Tóbías í turninum? Er hann með fulle fem? Ef hann og Glámur legðu saman, yrði hér svaka partí. Þar sem allir femínistarnir, Rauðhetta, Mjallhvít og Bergþóra fengju að njóta sín.
Þá flissuðu griðkonurnar um stund og vöktu Gretti. Nokkru síðar flissuðu þær ei meir.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home