föstudagur, september 24, 2004

Takk Damien


Takk fyrir að segja ævisöguna okkar í kvöld.

Stundum gerðist ekki neitt, nokkrar sprengingar, smá steypiregn, þetta gerist allt í hausnum á okkur … lífið er annars staðar, nema kvöldið í kvöld þá var lífið hér, á nasa, örlítil geimferð, norðurljósin dansa og stúlka blikar. Stúlkan sem þú máttir ekki dansa við, stúlkan sem þú dansar ekki við lengur, stúlkan sem þú ætlar að bjóða upp næst. Það sem þú vilt gleyma en manst ávallt. Svo slægðum við dreka í borginni handan fjarskans, týndumst í sjálfum okkur og heiminum, komum til baka, veðraðir og mæddir, segjum sögur og stoppum tímann sem æðir hjá, skálum sorgum okkar og kveikjum á kerti sem lifir með nóttinni sem líkur á heimsókn frá okkar ímyndaða vini sem allt skilur og allt veit. Takk Lisa, vatnadís, fyrir að fljóta með, segja okkur sögur úr fornöld, skál bæði, skál fyrir nóttinni sem kemur seinna, skál fyrir kvöldinu sem leið, skál fyrir að gera hlutina af hugsjón, gleði og ástríðu.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home