fimmtudagur, júlí 31, 2003

Megas gamli á mest sannfærandi rök fyrir tilvist almættisins sem ég hef heyrt lengi í Reykjavik Grapevine: "Building the Twin Towers is a far greater insult than the Tower of Babel was. And God is still active."
Get samt engan vegin samþykkt að Batman komi með tærnar þar sem Spider-Man hefur hælana. Batman dýpri? Já, einmitt, greyið billjónamæringurinn sem missti foreldra sína fyrir langa löngu. Well, Spidey er foreldralaus en er ekkert að velta sér upp úr því, hann þarf að borga leiguna. Augljóslega eina rétta ofurhetjan fyrir fátæka námsmenn eins og mig.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home