Ásgeir sem trúir til dæmis á drauga, engla og auðvitað jólasveininn
e.s.: nærri búin að gleyma pælingunni um munin á trú og trúarbrögðum:
Gallin við trúarbrögð er fyrst og fremst sú að réttyrði yfir þau væri eiginlega trúarlög. Í trúarbrögðum er trú troðið upp á fólk, hún er fest í kerfi - og þar kafnar hún að lokum og verður aðeins að þægilegri hækju fyrir okkur þegar við erum ekki að skilja allt þetta yfirnáttúrulega og ótrúlega í heiminum. Enda hafa fáir barist harðar gegn margskonar trú fólks en kirkjan - allir draugar, álfar og huldufólk sem ekki passa við hennar heimsmynd eru bannfærðir - á þennan hátt er kirkjan ótrúlega lík þeim sem telja sig trúlausa með öllu - allt sem stangast á við þeirra heimsmynd er merki um heiðingja sem ekkert gott getur komið frá.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home