mánudagur, ágúst 18, 2003

Stúdentagarðar, au revoir!

Í dag líkur ferli mínum sem leigjandi á Stúdentagörðum Háskóla Íslands. Ætli ég nái ekki rúmlega þremur árum samtals á fjórum stöðum - með góðum hléum. Þannig að ég er að flytja í þriðja sinn á þessu ári, það er svona sirka í meðaltali þessi sex ár síðan ég útskrifaðist (plús óteljandi hótel- og hostelherbergi), það er svona smásegulskekkja í manni en það verður gott þegar þetta verður búið og ég þarf ekki að flytja í heila níu mánuði. En núna - klára að pakka. Vona að tölvan komist heil og höldnu á krókinn ...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home