miðvikudagur, ágúst 06, 2003

Frá Hulk til Árna Johnsen

Gróf upp gömlu Hulk-blöðin frá Siglufjarðarprentsmiðju þegar ég kom norður, Daredevil fékk alltaf að fljóta með eins og fróðir menn muna. Skoðandi teikningarnar þá dettur manni helst í hug Martin Short sem Bruce Banner og Val Kilmer sem Daredevil. Talandi um Val Kilmer, af hverju snéri Hollywood baki við honum? Jú, út af því Joel Schumacher, Ed Wood okkar tíma (sorrí Ed), talaði illa um hann. Það er svona álíka gáfulegt og ef fangelsismálastjóri yrði útskúfaður af því Árni Johnsen talaði illa um hann. Eiginlega væri Schumacher best kominn með Árna í djeilinu að gera heimildamynd um litla brekkusöngvarann sem allir voru vondir við, bréfið hans Árna litla var til dæmis eins og beint upp úr einhverjum soranum hjá Joel. Eða kannski væri bara betra að fá Hulk til að berja þá báða?

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home