miðvikudagur, ágúst 06, 2003

Still in Habitville

Verslunarmannahelgin búin og ég enn á Akureyri – enda á ég lögheimili hér og stefni á að halda því til dauðadags þó ég efist um að ég eigi eftir að búa mikið hérna á næstunni. En maður afsalar sér ekki ríkisborgararéttinum. Sunnudagskvöldið eina alvarlega gleðin, enduðum á Kaffi Akureyri þar sem ég þurfti ekki að borga sjálfur fyrir vökva eftir annan bjórinn. Það hve ókunnugir karlmenn eru æstir í að bjóða mér í glas veldur mér vissulega áhyggjum en ég er engan vegin nógu ríkur til að segja nei. Þegar einhver úr ástarþríhyrning Bush, páfans og Árna Johnsen bíður þá er hins vegar ástæða til að fara barasta heim og detta í það með Saddam og Osama bin hérna í neðanjarðarbyrginu í bakgarði Vanabyggðarinnar.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home