þriðjudagur, janúar 27, 2004

Þriðjudagsbíó

Gullhnötturinn var ágætur en úrslitin skipta náttúrulega ekki meira máli en Deildarbikarinn og Reykjavíkurmótið í fótbolta, þetta er aðallega skemmtilegt þegar maður er að spá í Óskarinn – þegar að honum kemur verða allir búnir að gleyma þessu. Hefði svo sem orðið eftirminnilegt ef Nicole Kidman hefði orðið að afhenda Krúsa gamla verðlaun.

Sýnist vera fjórar myndir nokkuð öruggar með Óskarstilnefningu, Lord of the Rings, Mystic River, Cold Mountain og Lost in Translation. Ansi margar sem eiga séns á síðasta sætinu, Master and Commander, Big Fish, The Last Samurai og eitthvað sem ég er að geyma.

Besti leikari verður væntanlega á milli Sean Penn og Bill Murray, með Jude Law í smá séns, hjá leikkonunum verður þetta á milli Charlize Theron og Nicole Kidman þó Uma Thurman eigi allt gott skilið. En tilvitnun kvöldsins er í snillingin Ricky Gervais sem vann tvöfalt fyrir The Office:

"I'm not from these parts. I'm from a little place called England ... We used to run the world before you."

Svo veit ég ekki hvort 21 Grams á mikinn séns en mig dauðlangar í hana, kæruleysi að fara ekkert í bíó í Reykjavík – en þetta er bara alltof stuttur tími til að gera eitthvað af viti. En bráðum kemur DVD spilarinn og nýja sjónvarpið heim til mín og þá getur þetta kvikmyndahorn farið að verða fróðlegt. Er annars að fara að bombarda bíómyndum á krakkana – Bringing Up Baby og Rushmore í þessari viku, líka Dazed and Confused og Beautiful Girls fljótlega ef ég hef upp á þeim – geymi 12 Monkeys, Dirty Pretty Things, Almost Famous og Bowling for Columbine fyrir vorið.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home