mánudagur, janúar 26, 2004

Mánudagsmæða ii

Horfði á afhendingu Golden Globe í gær og pirraði mig á íslenska kynninum eins og venjulega. Það mætti benda þeim fávita á að best dramatic film útlegst ekki sem besta spennumynd (þó vissulega séu spennumyndir meðal þeirra sem fylla þann flokk) og að Lost in Translation er ekki frumraun Sofiu Coppola sem vakti nú ansi mikla athygli með The Virgin Suicides. Hann getur svo sem ekkert gert að því greyið að vera ekki almennilegt bíónörd en af hverju í ósköpunum fær Stöð 2 ekki almennilegt bíónörd í verkið? Það er nóg til af þeim hérlendis og þeir eru varla allir með jafn mikla munnræpu og Ólafur Torfason í fyrra. Máski hugmynd raunar að leyfa nokkrum nördum að tjá sig þennan klukkutíma fyrir þáttinn og hlífa okkur fyrir þessum leiðinlegu rauðadregilsviðtölum (gætu verið ágæt ef spyrlarnir væru færir um að hugsa heila hugsun) og leyfa einhverjum þeirra svo að koma með fá en vel valin komment á meðan á veislunni stendur. Nei, í staðin eru allar myndir æðislegar eða örugglega æðislegar o.s.frv.
Það sem fer nefnilega mest í taugarnar á mér við þetta er hvað þetta er dæmigert fyrir þetta blessaða þjóðfélag. Það er nefnilega til hellingur af hæfu fólki, það er bara afskaplega lítill metnaður oft hjá mörgum vinnuveitendum við að finna það.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home