miðvikudagur, desember 31, 2003

Ár hins illa

Nafnið á síðasta leiðara ársins hjá DV á sérlega vel við, árið byrjaði á því að maður þurfti að gera upp á milli þess hvort maður ætti að halda með Saddam eða Bush og endaði á því að maður þurfti að ákveða hvort maður þyrfti að halda með Hannesi eða Kressinu. Þar hitti skrattinn ömmu sína svo rækilega að það þarf eiginlega að semja nýtt orðtak því þetta verður hér með frátekið fyrir þessa fundi.

Annars skil ég ekki alveg hvers vegna í ósköpunum jólasveinarnir á sjónvarpsstöðvum landsins halda að manni langi ekkert frekar heldur en að hlusta á pólitíkusa karpa þennan síðasta dag ársins. Er að hugsa um að skrifa um eitthvað skemmtilegra á meðan ég bíð eftir matnum – eins og til dæmis topp 10 lista yfir bestu myndir ársins svona til að vera til höfuðs Mogganum.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home