fimmtudagur, júní 20, 2002

Kraftaverkin gerast enn

Gneistinn loksins kominn með vinnu, þó fyrr hefði verið. Fariði endilega í (ritskoðað fyrirtæki) í (ritskoðað götuheiti) og kaupið ykkur (ritskoðað vöruheiti) og látið hann vinna fyrir kaupinu sínu. Þetta verður líklega frekar erfitt í framkvæmd eftir að hann bað mig að vera ekkert að taka fram hvar hann inni. Hræddur við að aðdáendurnir streymi að þannig að ekki verði vinnufriður. Nú, eða bara þá að Hannes og framfarasinnarnir komi og kvabbi. Síðan er náttúrulega löggan alltaf að taka ljósmyndir af honum núna og þar af leiðandi mun ég halda vinnustöðum og heimilshögum hans algerlega utan þessarar síðu þó ég verði beittur svæsnustu pyntingaraðferðum Kínaveldis.
Annars talaði hann furðuvel um þessa síðu hérna - ég bjóst við einhverju miklu verra. "Ég held ég hafi verið að skapa skrýmsli" - það er varla hægt að fá betri krítík, a.m.k. ef hún kemur úr þessari átt. En hann er vonandi búinn með þennan mótmælapakka sinn í bili, ég held að allir hafi verið búnir að fá nóg af upplýsingum um hvar löggugreyin lögðu bílunum sínum. Spurning hvort maður komi ekki Starranum upp á lag með þetta, hundleiðinlegt að hafa bara Óla til að nuða í. Já, og best að koma því að að Starri lýsir yfir ævarandi ást sinni á Jodie Foster og Nicolas Cage. Nú, ef hann vill eitthvað mótmæla því verður hann náttúrulega að setja upp vettvang til þess. Annars held ég að það sé nú bara alvara í þessu með hann og Jodie ...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home