þriðjudagur, júlí 23, 2002

Rússneskur brandari eftir að múrinn féll

"Allt sem þeir sögðu um kommúnisma var lygi. Allt sem þeir sögðu um kapítalisma var satt."

Þetta útskýrir ágætlega pólitískt þunglyndi mitt undanfarin ár, fólk kaupir þessar úreltu draumórakenningar sem eru seldar hægri og vinstri eingöngu af því það eru engar skárri til. Stærsti gallinn við þær er að fólk er að dreyma dauðra manna drauma. Er ekki kominn tími á að byrja á að dreyma eitthvað sjálf? En í staðinn sofum við bara.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home