miðvikudagur, ágúst 21, 2002

Á barnauppeldi að vera stjórnað að ofan?

Tvennt sem fór afskaplega í taugarnar á mér í fréttum dagsins. Byrjum á Fréttablaðinu:

Annar vegar er verið að tala um að foreldrar séu að gera með sér einhvern samning um hvernig uppeldi barna sinna (og hafi meira að segja í sumum tilfellum þegar gert það) skuli háttað og samræma þannig útivistatíma, afmælisveislur o.s.frv. o.s.frv. Nú er örugglega sumt í þessu góðra gjalda vert en annað heimskulegt (að setja reglur um hverjum greyið börnin eiga að bjóða í afmælisveislur? Einelti er enginn greiði gerður með svona heimskulegum reglum - þýðir þetta ekki líka að hinir eineltu þurfa að bjóða ofsækjendunum í sitt afmæli?) En aðallega er konseptið afskaplega dúbíos og ætti best heima í paranojskum - en því miður meir og meir raunsæum -vísindaskáldskap. Eigum við að láta ríkið ala upp börnin okkar? Eru foreldrarnir hér endanlega að varpa þeirri litlu ábyrgð sem ennþá er á þeim um uppeldi barna sinna yfir á ríkisbáknið? Ég hef ekkert á móti Tómasi Inga en það er ekki spennandi að öll börn í framtíðinni verði litlir Olrichar - er ungt fólk í dag ekki alveg nógu mikið eins nú þegar?

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home