miðvikudagur, apríl 09, 2003

101 kvikmyndahátíð

Líst alveg þokkalega á kvikmyndahátíðina sem er að byrja á morgun – þó það sé búið að ofnota það dálítið að klína 101 fyrir framan allt til að láta það líta út fyrir að vera hip. Það er kostur að það eru passlega margar myndir, það er náttúrulega bara eintóm illmennska að troða 50 myndum á eina viku og maður getur ekki með nokkru móti séð allt sem mann langar nema maður sé atvinnulaus og samt ekki á kúpunni. Ég er hins vegar námsmaður á kúpunni sem þýðir að ég þarf einstöku sinnum að skrifa ritgerðir. Ég er nefnilega búinn með bananauppskeruna og apinn minn skrifar ekki nema hann fái að borða. En 13 myndir er passlegt, ég ætti að geta ráðið við að sjá a.m.k. þær 3 sem ég er viss um að ég vilji sjá. Sem eru:

Bowling for Columbine – því Michael Moore átti óskarinn

The Good Girl – því Miguel Arteta er held ég efni í afbragðsleikstjóra

Rabbit-Proof Fence – því Philip Noyce virðist hafa ákveðið skyndilega að hætta að vera hakkleikstjóri og fara frekar að gera það sem hann langaði til. Svo er ég líka viðkvæmur fyrir áströlskum frumbyggjum mate

hugsanlega:

Klassfesten – því þeir virðast stela plottinu úr Gross Pointe Blank. En fylgir andagiftin?

Heaven – því Cate Blanchett er besta leikkona samtímans. Sorrí Susan. Svo er Giovanni Ribisi fínn ef hann er ekki að leika þroskaheft fólk. Spurning hvort Tykwater nái smá krafti í handritið hjá Kieslowski, þótti hann alltaf hálfgeldur kallinn þó það væru sætar franskar stelpur að leika í myndunum hans.

Spider – því Ralph Fiennas er einn af kandítötum sem besti leikari samtímans. En þar eru bara kandídatar ennþá á meðan Paul Newman er enn að. Spurning samt hvort ég-er-sækó-af-því-mamma-var-vond-við-mig konspetið sé ekki orðið frekar þreytt?

28 Days Later – því kannski er Danny Boyle og co. búið að ná touchinu aftur

Naqoyqatsi – því þessar myndir ku víst vera afar dularfull meistaraverk. Klór í haus eða upplifun? Sjáum til, allavega mynd sem þarf að sjá í bíó.

El Crimen del Padre Amaro – því helsti tsjokkó Mexíkó í dag, Gael García Bernal, virðist hafa ágætis nef fyrir góðum myndum (Amores Perros, Y Tu Mama Tambíen)

Elsker dig for evigt – mjög mikið kannski, kannski á videó ef allir tala vel um hana eins og Den Eneste Ene. Maður þarf að hafa allan varann á þegar að dansknum kemur …

ekki séns:

Gamle mænd i nye biler – af því I Kina spiser der hunde var ekki að gera það fyrir mig. Góður titill samt.

Pinocchio – því ólíkt aðalleikara myndarinnar þá var Gosi ekki miðaldra

Comedian – því ég er ekki að fara að borga fyrir að sjá Ray Romano. Þó hann sé líklega bara í einhverju míkróhlutverki.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home