þriðjudagur, apríl 08, 2003

Ég horfði á Survivor í kvöld enda er það næsta ritgerðarefni. Plús Truman Show og kannski The Tempest.

Annars er ástæða til þess að benda á þessa snilldardagskrárkynningu á sjonvarp.is:

Allt iðar af lífi í frumskóginum við ána mikilfenglegu. Þar lifa stærstu kyrkislöngur heims sælar í grasinu, mannætufiskatorfur synda kátar um djúpin og fuglarnir syngja á hverjum morgni nýjum degi til dýrðar. En sá paradísarfriður er skyndilega rofinn er Adam mætir og meira að segja Eva líka og há þar mikla baráttu um milljón dali. Hvorir skyldu nú sigra, Adamssynir eða Evudætur? Hvernig taka dýrin þessari innrás? Verður Jeff Probst enn á lausu?

Spurning hvort þetta verður fyrsta ritgerðin til þess að vitna í þessa síðu?

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home