laugardagur, apríl 05, 2003

Vikugömul partísaga
- brot
(áður en kjaftakellingar útí bæ eru búnar að snúa út úr henni)

Ákveðnir einstaklingar skilja ekki mannamál. Þess vegna hefur maður vit á að segja þeim engar kjaftasögur - en eins og sést er það hreinlega ekki nóg. Annars var Beta afskaplega umhyggjusöm að vara mig við of miklu áfengi of snemma. Ég hlustaði á hana eftir 21 staup þannig að ég endaði ekki eins og V heldur bara glaður á Kaffibarnum með R og svo með K á Hverfisbarnum af öllum stöðum. Komst að því að ákveðnir lögfræðinemar hafa lært útsmognar aðferðir til að láta bjóða sér í glas. En þú ferð einfaldlega ekki á barinn þegar það er verið að spila Blister in the Sun. Sumt er einfaldlega bannað og skal stöðvað þó grípa verði til róttækra aðgerða ;)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home