mánudagur, mars 24, 2003

Bryndís Hlöðversdóttir reynir á vef sínum að afsaka stuðning samfylkingarinnar við loftárásir Bandaríkjamanna í Kosovo og leggur mikið upp úr því að það stríð hafi verið til að koma í veg fyrir þjóðarmorð. En eru ekki líka þjóðarmorð á Kúrdum í Írak? Í hvorugu tilfellinu var öryggisráð SÞ samþykkt aðgerðunum, í báðum tilfellum eru Bandaríkin að hlutast til um innanlandsmál, í fyrra tilfellinu meira að segja að taka afstöðu í borgarastríði þar sem bróðir barðist gegn bróðir og eftir áratugs kaos ákváðu vestrænir fjölmiðlar að einfalda þetta með því að búa til einn vonda kall - og aðeins einn - þannig að Sámur frændi gæti reddað málunum. Ef eitthvað er var enn erfiðara að réttlæta þá vitleysu en það stríð sem nú er í gangi. En auðvitað fylgir Samfylkingin skoðanakönnunnum ...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home