sunnudagur, mars 23, 2003

Besti leikstjóri:

Hable con Ella er ekki tilnefnd sem besta mynd þannig að við getum afskrifað Almodovar strax. Billy Elliot var frábær frumraun Stephen Daldry, The Hours er mun síðri og þó Rob Marshall eigi góðan séns þá er Chicago mun líklegri fyrir að vinna fyrir bestu mynd. En hér verður baráttan á milli risanna Scorsese og Polanski. Hvorugur hefur unnið og Hollywood finnst henni skulda þeim. Það ræður væntanlega úrslitum að hvert einasta ár er það notað til að sanna ómerkilegheit óskarsins að Martin Scorsese hafi aldrei unnið. Akademían notar tækifærið og hreinsar sig af þeim ásökunum með að gefa Marty gamla styttu. Sjálfum finnst mér kallinn að vísu hrikalega ofmetinn. Goodfellas gerði ekkert fyrir mig, endirinn á Taxi Driver eyðilagði ágæta ræmu og The Age of Innocence eru einhver best leiknu leiðindi allra tíma. Last Temptation of Christ kom mér að vísu á óvart, mjög sterk mynd þrátt fyrir marga galla. En Gangs of New York kom mér á óvart, fyrsta myndin sem ég hef séð þar sem mér þykir Scorsese kallinn standa undir öllu lofinu sem nafnið kallar venjulega á.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home