sunnudagur, mars 23, 2003

Írónía kvöldsins:

Undanfarið hefur helsta umræðuefnið verið hryðjuverkin við Persaflóa og því skondið að heiðursverðlaunin að þessu sinni fara til Peter O’Toole – sjálfs Arabíu Lawrence. Fátt yrði meira viðeigandi en ef að hann hefði eitthvað um utanríkisstefnu Bandaríkjanna að segja. Það gæti verið aukaspá um hverjir tjá sig um heimsmálin í verðlaunaræðum sínum, það er ljóst að Daniel Day-Lewis, Kirsten Dunst, Adrien Brody, Dustin Hoffman, Susan Sarandon, Edward Norton, Salma Hayek, Jim Carrey, Ben Affleck (yfirbót fyrir Pearl Harbor reikna ég með), Jake Gyllenhaal, Maggie Gyllenhaal og meðlimir U2 verða með friðarpinna í mótmælaskyni, Will Smith, Aki Kaurismaki, Cate Blanchett og Peter Jackson sitja heima (óvíst með ástæður nema hjá Kaurismaki) og fleiri eiga sjálfsagt eftir að bætast í hópinn. Já, það er ljóst að stríðið skiptir miklu máli. Það gera kjólarnir hins vegar ekki og árvissar yfirlýsingar um að þeir séu það sem allt snýst um eru eitthvert lífseigasta kjaftæði okkar tíma. Jú, jú, einhverju skipta þeir en hver man hvaða kjól Ingrid Bergman var í 1943? Svona einn á móti hverjum þúsund sem vita að Casablanca var valin besta myndin það árið. Það gildir sama um undanfarin ár, helst að kjólarnir eigi séns þegar sigurmyndin er jafn lítt eftirminnileg og sú sem vann í fyrra. Ekkert á móti kjólum, umræða um þá á bara heima annars staðar. Hilmar Karls á DV fær skömm í hattinn í það að eyða mestum hluta óskarsumræðu helgarblaðsins í þá dellu. En yfir í verðlaunin sjálf. Tilnefningarnar eru hér:

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home