sunnudagur, mars 23, 2003
Venjulega er ég frekar að verja blaðamenn en hitt, en það er eins og fréttasnápar CNN og BBC World Service séu heilaþvegnir af blóðþyrstum ríkisstjórnum sínum. Í gær henti Bandarískur hermaður handsprengju inní liðsforingjatjald eigin hers. Fréttamakonan heima í Bretlandi spurði fréttaskýrenda hvort það gæti verið af því hann sé undir svona miklu álagi? Það hvarflaði alls ekki að henni að spyrja hvort hann væri á móti stríðinu eins og 80 % hins vestræna heims, svo maður tali ekki um aðra heimshluta … ég er ekki hlynntur framferði hermannsins en það er blindur maður sem ekki hefur ákveðin skilning á því.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home