sunnudagur, mars 09, 2003

Árshátíðin endaði fyrir framan Grand Rokk þar sem sérlegur farandgítarleikari greinarinnar stóð fyrir götuspilamennsku. Það var falleg leið til að enda kvöldið, ágóðin af spilamennskunni var svo nægur til þess að við hinir allra hörðustu gætum deilt einni pizzu fyrir peninginn. Ein manneskja var algerlega í sínum heimi og fær prik fyrir það. Ýmsir aðrir fá prik fyrir að vera skemmtilegir en af ótta við að gleyma einhverjum sleppi ég upptalningu. Einn var meira að segja skemmtilegur þó hann væri þarna bara í anda eins og vera ber í bókmenntafræðigleðskap. En nú er þetta vonandi orðið óljósara en jafnvel minningar ölvuðustu þátttakenda og því ástæða til að láta staðar numið.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home