fimmtudagur, mars 06, 2003

Hvað er þetta með Hringadróttinssögu og íslenska pólitík? Fyrst var árás þessara talandi trjáa orðin tákngerving fyrir alla Kárahnjúkavitleysuna og nú er varla talað um annað en Tveggja turna tal og bráðum verða Frammarar og VG farnir að líkja sjálfum sér við hobbita – litlir en ætla samt að bjarga heiminum. Karlálftin Tolkien neyðist þá væntanlega til þess að snúa sér enn einn hringin í gröfinni. En dettur þessu liði ekkert frumlegt í hug? Eða eru þau öll innst inni lærisveinar Reagans og hans Stjörnustríðs?

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home